„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2021 08:01 Baldwin minnist Hutchins í viðtalinu og segir hana hafa verið elskaða og dáða af öllum. Getty/MEGA/GC „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. Viðtalið verður birt á ABC í kvöld en Stephanopoulus segir um að ræða eitt erfiðasta verkefnið sem hann hefur sinnt á 20 ára ferli sínum hjá ABC. Baldwin hefði verið gjörsamlega miður sín en afar opinn. Í klippum sem hafa verið birtar af samtalinu sést leikarinn ítrekað brotna niður. Stephanopoulus spyr Baldwin meðal annars að því hvernig stóð á því að raunveruleg byssukúla var á tökustað en leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig á því stóð. „Einhver setti virka kúlu í byssu. Kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á staðnum,“ segir hann. Rannsókn lögreglu miðar nú ekki síst að því að komast að því hvaðan kúlan kom og fyrr í vikunni fékk hún heimild til að gera leit hjá skotvopnasala. Í gögnum kemur fram að skotfærin sem notuð voru á tökustað hafi komið úr nokkrum mismunandi áttum. Í viðtalinu segir Baldwin Hutchins hafa verið elskaða og dáða af öllum. Asked by @GStephanopoulos how a real bullet got on the "Rust" set, Alec Baldwin says: “I have no idea. Someone put a live bullet in a gun. A bullet that wasn’t even supposed to be on the property.”Watch TOMORROW 8pm ET on ABC and stream later on @hulu. https://t.co/fJQly1za1T pic.twitter.com/OnpDuYERiC— ABC News (@ABC) December 1, 2021 Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Viðtalið verður birt á ABC í kvöld en Stephanopoulus segir um að ræða eitt erfiðasta verkefnið sem hann hefur sinnt á 20 ára ferli sínum hjá ABC. Baldwin hefði verið gjörsamlega miður sín en afar opinn. Í klippum sem hafa verið birtar af samtalinu sést leikarinn ítrekað brotna niður. Stephanopoulus spyr Baldwin meðal annars að því hvernig stóð á því að raunveruleg byssukúla var á tökustað en leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig á því stóð. „Einhver setti virka kúlu í byssu. Kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á staðnum,“ segir hann. Rannsókn lögreglu miðar nú ekki síst að því að komast að því hvaðan kúlan kom og fyrr í vikunni fékk hún heimild til að gera leit hjá skotvopnasala. Í gögnum kemur fram að skotfærin sem notuð voru á tökustað hafi komið úr nokkrum mismunandi áttum. Í viðtalinu segir Baldwin Hutchins hafa verið elskaða og dáða af öllum. Asked by @GStephanopoulos how a real bullet got on the "Rust" set, Alec Baldwin says: “I have no idea. Someone put a live bullet in a gun. A bullet that wasn’t even supposed to be on the property.”Watch TOMORROW 8pm ET on ABC and stream later on @hulu. https://t.co/fJQly1za1T pic.twitter.com/OnpDuYERiC— ABC News (@ABC) December 1, 2021
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11
Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37
Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48