Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 11:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að koma í ljós hvort bólusetningin haldi geng omíkron-afbrigðinu. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. „Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20