Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 2. desember 2021 13:01 Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar