Tíminn og veðrið þurfa að vinna saman til að laga svæðið þar sem Top Gear spændi upp sandinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 13:12 Sandspyrnubrautin í sandinum við Hjörleifshöfða. Skjáskot/BBC Ekki virðist hafa tekist nógu vel til við að endurheimta ásýnd svæðisins við Hjörleifshöfða þar sem sandspyrnukeppni á vegum breska bílaþáttarins Top Gear fór fram, þrátt fyrir tilraunir til að lagfæra ummerkin. Tíminn og náttúruöflin munu þurfa að klára verkið, en óvíst er hveru langan tíma það mun taka. Líkt og greint var frá í sumar var haldin sandspyrnukeppni á sandinum við Hjörleifshöfða. Keppnin var hluti af sérstökum Íslandsþætti Top Gear, sem sýndur var um helgina, eins og fjallað var um á Vísi í gær. Í þættinum má sjá margvísleg tæki og tól spæna upp sandinn á langri braut sem útbúin hafði verið í sandinum. Umhverfisstofnun og lögregla voru kölluð til er keppnin fór fram vegna utanvegaaksturs en ekki var sótt um leyfi til utanvegaaksturs til stofnunarinnar eins og skylt er að gera samkvæmt lögum um náttúruvernd. True North, sem kom að verkefninu á vegum Top Gear, hélt því reyndar fram á sínum tíma að ekki hafi verið um eiginlegan utanvegaakstur að ræða, þar sem allt hafi verið gert í góðri samvinnu við landeigendur. Bent var þó að ekki væri nóg að fá leyfi landeigenda, utanvegaakstur væri bannaður nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Hefill og fjórhjól notuð við lagfæringarnar Á staðnum voru þó tæki og tól sem nýta átti til að laga svæðið eftir keppnina. Umhverfisstofnun tók út lagfæringarnar í alls fjögur skipti. Fjöldi tækja og tóla var á svæðinu við Hjörleifshöfða.Skjáskot/BBC Miðað við eftirlitsskýrslu stofnunarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, virðist þó ekki hafa verið hægt að endurheimta upprunalega ásýnd svæðisins. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi fylgst með aðgerðum til að endurheima ásýnd svæðisins í fjögur skipti á um eins og hálfsmánaðar tímabili, fyrst þann 29. júlí, tveimur dögum eftir að töku fóru fram. Lokaúttekt var gerð þann 10. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir umrædda sandspyrnu. Icelandic sand. Not ideal terrain for drag racing - especially when you're in British cars that weren't built for off-roading.Find out whether @harrismonkey in the Vauxhall Chevette or @PaddyMcGuinness in the Rolls-Royce Silver Shadow made it to the podium on @BBCiPlayer now. pic.twitter.com/w5GhNx2hIv— Top Gear (@BBC_TopGear) December 1, 2021 HÍ skýrslunni kemur fram að þann 29. júlí hafi hefill verið kominn á svæðið. Framkvæmdar voru grófar lagfæringar en enn voru mikil för á svæðinu. Daginn eftir var notast við fjórhjól sem dró keðjumottu á eftir sér til þess að blanda saman efni og slétta enn frekar úr svæðinu. Greinilegur munur á því sem var tætt upp og náttúrulegu útliti Daginn eftir var aðgerðum True North lokið og var svæðið þá tekið út af Umhverfisstofnun. „Svæðið eftir að aðgerðum True North var lokið. Greinilegur munur er á efni sem er búið að tæta upp og náttúrulegu útliti svæðisins,“ segir um myndina sem sjá má hér að neðan. Svæðið eftir að aðgerðum True North var lokið.Umhverfisstofnun Þann 10. ágúst fór lokaúttekt Umhverfisstofninar fram. „Eftir um 2 vikur sést ennþá mjög greinilega hvar efni hefur verið hróflað upp og skýr lína á milli raskaðs efnis og óraskaðs efnis. Raskaða efnið minnti á flugbraut, 500-1000m langt og tugir metra á breidd,“ segir í skýrslunni um meðfylgjandi mynd. Raskaða efnir minnir á flugbraut að mati Umhverfisstofnunar.Umhverfisstofnun Niðurstöður skýrsluhöfunda er sú að upprunalega efnið sem verið hafi fyrir tökur á svæðinu sé horfið. „Þrátt fyrir talsverða vinnu við að endurheimta náttúrulega ásýnd svæðisins þá er enn mjög greinilegt hvar efni hefur verið raskað. Vinnuvélarnar sem eru nýttar til lagfæringar jafna út yfirborðið og blanda saman grjótinu, mölinni og sandinum. Þannig tekst að eyða mestu hjólförunum en upprunalega yfirborðið er horfið,“ segir í skýrslunni. Náttúruöflin þurfa að vinna með tímanum Ekki sé hægt að endurskapa þá lagskiptingu sem fyrir hafi verið. Hefill var meðal annars notaður við lagfæringarnar.Umhverfisstofnun „Sandurinn við Hjörleifshöfða er lagskiptur í gegnum náttúruleg ferli eins og vindrof og frostlyftingu. Þetta þýðir að vindur, frost og vatn hafa skapað lagskiptingu sandsins. Sandurinn við Hjörleifshöfða hefur grófari malarkápu á yfirborði og fínna efni undir, þessa lagskiptingu er ekki hægt að enduskapa með þeim tækjum og aðferðum sem True North notuðu. Það þarf vatn, frost, vind og tíma til að svæðið nái sinni upprunalegu ásýnd á ný, ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma þessi ferli taka en það veltur á veðráttu á svæðinu yfir árið.“ Þá er það einnig harmað í skýrslunni að að líkur séu á uppfoki fínefnis af svæðinu. „Um leið og yfirborðslagið/malarkápan er rofin þá er vernd fínefnanna horfinn, því eru líkur á uppfoki fínefnis af þessu svæði. Fínefni hjálpa til jarðvegsmyndunar og því er miður að missa efnið af svæðinu.“ Umrædd skýrsla var gerð í ágúst og því óljóst hvernig svæðið lítur út í dag, en líkt og fram kemur í skýrslu Umhverfisstofnunar er ekki hægt að segja til um hvenær svæðið nái sinni upprunalegu ásýnd á ný Bílar Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Utanvegaakstur Tengdar fréttir Umdeildur Íslandsþáttur Top Gear endaði á æsilegum kappakstri að barmi Rauðuskálar Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar. 1. desember 2021 20:06 „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16 Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Líkt og greint var frá í sumar var haldin sandspyrnukeppni á sandinum við Hjörleifshöfða. Keppnin var hluti af sérstökum Íslandsþætti Top Gear, sem sýndur var um helgina, eins og fjallað var um á Vísi í gær. Í þættinum má sjá margvísleg tæki og tól spæna upp sandinn á langri braut sem útbúin hafði verið í sandinum. Umhverfisstofnun og lögregla voru kölluð til er keppnin fór fram vegna utanvegaaksturs en ekki var sótt um leyfi til utanvegaaksturs til stofnunarinnar eins og skylt er að gera samkvæmt lögum um náttúruvernd. True North, sem kom að verkefninu á vegum Top Gear, hélt því reyndar fram á sínum tíma að ekki hafi verið um eiginlegan utanvegaakstur að ræða, þar sem allt hafi verið gert í góðri samvinnu við landeigendur. Bent var þó að ekki væri nóg að fá leyfi landeigenda, utanvegaakstur væri bannaður nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Hefill og fjórhjól notuð við lagfæringarnar Á staðnum voru þó tæki og tól sem nýta átti til að laga svæðið eftir keppnina. Umhverfisstofnun tók út lagfæringarnar í alls fjögur skipti. Fjöldi tækja og tóla var á svæðinu við Hjörleifshöfða.Skjáskot/BBC Miðað við eftirlitsskýrslu stofnunarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, virðist þó ekki hafa verið hægt að endurheimta upprunalega ásýnd svæðisins. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi fylgst með aðgerðum til að endurheima ásýnd svæðisins í fjögur skipti á um eins og hálfsmánaðar tímabili, fyrst þann 29. júlí, tveimur dögum eftir að töku fóru fram. Lokaúttekt var gerð þann 10. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir umrædda sandspyrnu. Icelandic sand. Not ideal terrain for drag racing - especially when you're in British cars that weren't built for off-roading.Find out whether @harrismonkey in the Vauxhall Chevette or @PaddyMcGuinness in the Rolls-Royce Silver Shadow made it to the podium on @BBCiPlayer now. pic.twitter.com/w5GhNx2hIv— Top Gear (@BBC_TopGear) December 1, 2021 HÍ skýrslunni kemur fram að þann 29. júlí hafi hefill verið kominn á svæðið. Framkvæmdar voru grófar lagfæringar en enn voru mikil för á svæðinu. Daginn eftir var notast við fjórhjól sem dró keðjumottu á eftir sér til þess að blanda saman efni og slétta enn frekar úr svæðinu. Greinilegur munur á því sem var tætt upp og náttúrulegu útliti Daginn eftir var aðgerðum True North lokið og var svæðið þá tekið út af Umhverfisstofnun. „Svæðið eftir að aðgerðum True North var lokið. Greinilegur munur er á efni sem er búið að tæta upp og náttúrulegu útliti svæðisins,“ segir um myndina sem sjá má hér að neðan. Svæðið eftir að aðgerðum True North var lokið.Umhverfisstofnun Þann 10. ágúst fór lokaúttekt Umhverfisstofninar fram. „Eftir um 2 vikur sést ennþá mjög greinilega hvar efni hefur verið hróflað upp og skýr lína á milli raskaðs efnis og óraskaðs efnis. Raskaða efnið minnti á flugbraut, 500-1000m langt og tugir metra á breidd,“ segir í skýrslunni um meðfylgjandi mynd. Raskaða efnir minnir á flugbraut að mati Umhverfisstofnunar.Umhverfisstofnun Niðurstöður skýrsluhöfunda er sú að upprunalega efnið sem verið hafi fyrir tökur á svæðinu sé horfið. „Þrátt fyrir talsverða vinnu við að endurheimta náttúrulega ásýnd svæðisins þá er enn mjög greinilegt hvar efni hefur verið raskað. Vinnuvélarnar sem eru nýttar til lagfæringar jafna út yfirborðið og blanda saman grjótinu, mölinni og sandinum. Þannig tekst að eyða mestu hjólförunum en upprunalega yfirborðið er horfið,“ segir í skýrslunni. Náttúruöflin þurfa að vinna með tímanum Ekki sé hægt að endurskapa þá lagskiptingu sem fyrir hafi verið. Hefill var meðal annars notaður við lagfæringarnar.Umhverfisstofnun „Sandurinn við Hjörleifshöfða er lagskiptur í gegnum náttúruleg ferli eins og vindrof og frostlyftingu. Þetta þýðir að vindur, frost og vatn hafa skapað lagskiptingu sandsins. Sandurinn við Hjörleifshöfða hefur grófari malarkápu á yfirborði og fínna efni undir, þessa lagskiptingu er ekki hægt að enduskapa með þeim tækjum og aðferðum sem True North notuðu. Það þarf vatn, frost, vind og tíma til að svæðið nái sinni upprunalegu ásýnd á ný, ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma þessi ferli taka en það veltur á veðráttu á svæðinu yfir árið.“ Þá er það einnig harmað í skýrslunni að að líkur séu á uppfoki fínefnis af svæðinu. „Um leið og yfirborðslagið/malarkápan er rofin þá er vernd fínefnanna horfinn, því eru líkur á uppfoki fínefnis af þessu svæði. Fínefni hjálpa til jarðvegsmyndunar og því er miður að missa efnið af svæðinu.“ Umrædd skýrsla var gerð í ágúst og því óljóst hvernig svæðið lítur út í dag, en líkt og fram kemur í skýrslu Umhverfisstofnunar er ekki hægt að segja til um hvenær svæðið nái sinni upprunalegu ásýnd á ný
Bílar Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Utanvegaakstur Tengdar fréttir Umdeildur Íslandsþáttur Top Gear endaði á æsilegum kappakstri að barmi Rauðuskálar Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar. 1. desember 2021 20:06 „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16 Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Umdeildur Íslandsþáttur Top Gear endaði á æsilegum kappakstri að barmi Rauðuskálar Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar. 1. desember 2021 20:06
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. 28. júlí 2021 21:16
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34