Mörk Ronaldo krufin: Flest með hægri fæti og meira en helmingur í treyju Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 14:45 Ronaldo fagnar 800. markinu á ferlinum. Hann bætti svo því 801. við skömmu síðar. Matthew Peters/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var hinn 36 ára gamli Portúgali að skora sitt 800. og 801. mark á ferlinum. Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira