Nýsmituðum fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á viku Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 11:29 Frá skimun í Suður-Afríku. Fjöldi nýsmitaðra hefur farið úr 2.465 í 11.535 á einni viku. AP/Denis Farrell Þeim sem smitast af Covid-19 í Suður-Afríku hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum. Í gær var tilkynnt að 11.535 greindust smitaðir á undanförnum sólarhring og var hlutfall jákvæðra sýna 22,4 prósent. Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Langflestir eru að smitast af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar en vísindamenn í landinu segja vísbendingar um að afbrigðið eigi auðvelt með að smita þá sem hafi verið bólusettir og þá sem hafi smitast áður. Þá hefur innlögnum einnig fjölgað töluvert. Joe Phaahla, heilbrigðisráðherra Suður-Afríku, lýsti því yfir í morgun að fjórða bylgja Covid-19 gengi nú yfir landið. Hann sagði nýsmituðum hafa fjölgað um rúm þrjú hundruð prósent á einungis sjö dögum. Smituðum færi hratt fjölgandi víðsvegar um landið. Í frétt Pretoria News er haft eftir Phaahla að útlit sé fyrir að þessi bylgja muni hafa alvarlegri afleiðingar en síðustu þrjár. Á einni viku hefði nýsmituðum fjölgað úr 2.465 í 11.535. Eins og áður segir greindust 11.535 smitaðir í gær og hlutfall jákvæðra sýna var 22,4 prósent. Þann 29. nóvember greindust 2.273 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 10,7 prósent. 25. nóvember greindust 2.465 smitaðir og var hlutfallið 6,5 prósent. Þann 21. nóvember greindust 687 smitaðir og hlutfall jákvæðra sýna var 3,4 prósent. Það var 24. nóvember sem Suður-Afríka tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni að omíkron-afbrigðið hefði greinst þar. #COVID19 UPDATE: A total of 51,402 tests were conducted in the last 24hrs, with 11,535 new cases, which represents a 22.4% positivity rate. A further 44 #COVID19 related deaths have been reported, bringing total fatalities to 89,915 to date. See more here: https://t.co/hXm94RFN7W pic.twitter.com/IVgMtR3OpX— NICD (@nicd_sa) December 2, 2021 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að enn eigi eftir að sannreyna hvort omíkron-afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði og hvort það valdi alvarlegri veikindum. Þá sé ekki vitað með vissu hvort það komist hjá bóluefnum. Í frétt Reuters fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum WHO að miðað við þau gögn sem fyrir liggja virðist sem ekki þurfi að breyta aðferðum gegn kórónuveirunni. Bólusetningar, örvunarskammtar, samkomutakmarkanir, grímuburður og aðrar aðgerðir geti stöðvað dreifinguna. Ekki þurfi að reiða á aðgerðir á landamærum og ferðabönn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 126 greindust með Covid-19 innanlands í gær en 136 í heildina. 3. desember 2021 10:47
Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35
Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01
Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42