Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 13:56 Staðsetning fyrirhugaðrar landfyllingar. Efla. Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04