Cyclothonið verið hjólað í síðasta sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 22:01 Team Cube var liðið sem kom fyrst í mark í keppninni í fyrra, þegar hún var haldin í síðasta sinn. Síminn Cyclothon Síminn Cyclothon, sem var stærsta hjólreiðakeppni landsins, verður ekki haldin á næsta ári. Stofnendur keppninnar þakka öllum sem komið hafa að keppninni frá stofnun hennar árið 2012. „Við sem stöndum að Cyclothoninu tilkynnum með trega að keppnin hefur runnið sitt skeið og verður ekki haldin á ný á næsta ári. Það sem hófst sem keppni milli nokkurra vina árið 2012 og varð að stærstu hjólreiðakeppni landsins árið 2017 þegar yfir 1300 manns tóku þátt hefur átt undir högg að sækja á tímum heimsfaraldurs og því tökum við þessa erfiðu ákvörðun,“ skrifar Magnús Ragnarsson, annar stofnenda keppninnar, á Facebook. Keppnin var haldin síðasta sumar, þá í annað sinn undir merkjum símans. Áður hafði keppnin verið haldin undir merkjum flugfélagsins WOW-air, sem varð gjaldþrota árið 2019. „Við erum stoltir af svo mörgu. Meira en 5.000 einstaklingar hafa tekið þátt í ævintýrinu, hjólaðir hafa verið nær milljón kílómetrar og við höfum safnað á annað hundruð milljóna króna til góðra verka í samfélaginu. Það allra besta er að engin alvarlega slys hafa orðið í keppninni þó að vissulega hafi einhverjir, þar með talið við sjálfir, flogið á hausinn, brákast eða skrámast,“ skrifar Magnús. Hann bætir því við að hann og Skúli Mogensen, hinn stofnandi Cyclothonsins, séu endalaust þakklátir þátttakendum, styrktaraðilum og öllum sem hjálpað hafi til á bak við tjöldin. „Nú taka nýjar áskoranir við, nýjar keppnir og ný markmið. Takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur Skúla.“ Hjólreiðar Síminn Cyclothon Tímamót Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
„Við sem stöndum að Cyclothoninu tilkynnum með trega að keppnin hefur runnið sitt skeið og verður ekki haldin á ný á næsta ári. Það sem hófst sem keppni milli nokkurra vina árið 2012 og varð að stærstu hjólreiðakeppni landsins árið 2017 þegar yfir 1300 manns tóku þátt hefur átt undir högg að sækja á tímum heimsfaraldurs og því tökum við þessa erfiðu ákvörðun,“ skrifar Magnús Ragnarsson, annar stofnenda keppninnar, á Facebook. Keppnin var haldin síðasta sumar, þá í annað sinn undir merkjum símans. Áður hafði keppnin verið haldin undir merkjum flugfélagsins WOW-air, sem varð gjaldþrota árið 2019. „Við erum stoltir af svo mörgu. Meira en 5.000 einstaklingar hafa tekið þátt í ævintýrinu, hjólaðir hafa verið nær milljón kílómetrar og við höfum safnað á annað hundruð milljóna króna til góðra verka í samfélaginu. Það allra besta er að engin alvarlega slys hafa orðið í keppninni þó að vissulega hafi einhverjir, þar með talið við sjálfir, flogið á hausinn, brákast eða skrámast,“ skrifar Magnús. Hann bætir því við að hann og Skúli Mogensen, hinn stofnandi Cyclothonsins, séu endalaust þakklátir þátttakendum, styrktaraðilum og öllum sem hjálpað hafi til á bak við tjöldin. „Nú taka nýjar áskoranir við, nýjar keppnir og ný markmið. Takk fyrir að taka þátt í ævintýrinu með okkur Skúla.“
Hjólreiðar Síminn Cyclothon Tímamót Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira