Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 22:22 Daníel Guðni var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir / Bára Dröfn „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“ UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur tveggja góðra liða. Við erum að finna okkar takt með EC og mér fannst þetta hans besta frammistaða síðan hann kom til okkar. Það er bara áfram gakk,“ bætti Daníel Guðni við en EC Matthews skoraði 32 stig hjá Grindavík og þar af síðustu sex stig liðsins. Leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Varnarleikur Grindavíkur var misjafn í kvöld en Daníel var ekki alltof ósáttur með þann hluta leiksins hjá sínum mönnum. „Mér fannst við byrja frekar mjúkt og fyrri hálfleikur var bara ekki nægilega góður. Við vorum einhverjum 10 stigum yfir og svo vorum við að gefa þeim alltof opin skot og þeir gengu á lagið. Í seinni hálfleik, sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta, var ég mjög ánægður.“ Liðin hafa háð margar svakalegar baráttur á síðustu árum og það er alltaf hiti í leikjum Grindavíkur og Stjörnunnar. „Algjörlega. Þau eiga sér mikla sögu þessi lið og það er hörkubarátta þegar við mætum Stjörnunni.“ Í síðari hálfleiknum áttu þeir Daníel Guðni og Naor Sharabani í áhugaverðum orðaskiptum þegar Daníel tók Ísraelan af velli. Þeir höfðu rökrætt eitthvað rétt áður og Ísraelinn allt annað en sáttur þegar hann kom útaf. „Við áttum orðaskipti og það er bara eins og gengur og gerist. Við erum báðir miklir keppnismenn og þetta getur komið fyrir. Við ræddum síðan saman á bekknum þegar við vorum aðeins búnir að slaka á“ Grindavík er með sex sigra í átta leikjum á tímabilinu en töpuðu síðasta leik fyrir landsleikjahléið og höfðu því ansi langan tíma til þess að velta vöngum yfir því tapi. „Það skiptir öllu máli að vinna eftir þann leik. Við viljum bara byggja ofan á frammistöðuna sem við sýndum hér á köflum. En við verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur og eiga fleiri 35-40 mínútna góða leiki og svo byggja ofan á það.“
UMF Grindavík Stjarnan Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. 4. desember 2021 22:47