Geitungarnir stungu Ernina og sjötti sigur Houston í röð sendi New Orleans á botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 08:00 Kelly Oubre steig upp í fjarveru LaMelo Ball. Stacy Revere/Getty Images Aðeins fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Charlotte Hornets vann þriggja stiga sigur á Atlanta Hawks, Houston Rockets lagði New Orleans Pelicans og Toronto Raptors vann öruggan sigur á Washington Wizards. Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Geitungarnir frá Charlotte voru án nýliðans LaMelo Ball en það kom ekki að sök í nótt. Miles Bridges átti stórleik og skoraði 32 stig er Ernirnir frá Atlanta voru stungnir, lokatölur 130-127. Kelly Oubre Junior skoraði 28 stig fyrir Hornets en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins 18 stig eða meira. Hjá Hawks var John Collins stigahæstur með 31 stig ásamt því að taka taka 12 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 á meðan Trae Young skorðaði 25 stig og gaf 15 stoðsendingar. 28 for @KELLYOUBREJR.32 for @MilesBridges.The @hornets duo capped their big nights with respective clutch buckets late! pic.twitter.com/sfrQIRDnmy— NBA (@NBA) December 6, 2021 Houston Rockets vann 10 stiga sigur á New Orleans Pelicans, það þýðir að Pelicans er nú neðst í Vesturdeildinni. Liðið er enn án Zion Willamson og það gengur bókstaflega ekkert upp. Var þetta sjötti sigur Houston í röð. Eric Gordon og Christian Wood voru stigahæstir hjá Rockets með 23 stig hvor. Brandon Ingram gerði sitt besta hjá Pelicans en hann endaði með 40 stig. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. 23 apiece for Eric Gordon & Christian Wood power the @HoustonRockets to their 6th win in a row! @TheofficialEG10 x @Chriswood_5 pic.twitter.com/9Rb5eyJUJ4— NBA (@NBA) December 6, 2021 Slæmur fyrsti leikhluti varð Galdramönnunum frá Washington að falli en liðið skoraði aðeins 12 stig í fyrsta leikhluta gegn Toronto Raptors. Fór það svo að Toronto vann leikinn 102-90. Að lokum vann Utah Jazz nauman eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, lokatölur 109-108. Donovan Mitchell skoraði 35 stig í liði Utah og Rudy Gobert tók hvorki meira né minna en 20 fráköst. Hjá Cleveland var Darius Garland stigahæstur með 31 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli