Innherji

Þór­lindur verður að­stoðar­maður utan­ríkis­ráð­herra

Hörður Ægisson skrifar
Þórlindur Kjartansson
Þórlindur Kjartansson

Þórlindur Kjartansson, sem hefur starfað undanfarið sem ráðgjafi og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, verður aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í utanríkisráðuneytinu.

Þórlindur staðfestir þetta í samtali við Innherja.

Aðstoðarmenn Þórdísar Kolbrúnar í fyrra ráðuneyti sem hún stýrði – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu – voru þau Hildur Sverrisdóttir og Ólafur Teitur Guðnason. Þau hafa bæði látið af störfum sem aðstoðarmenn Þórdísar en Hildur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust og Ólafur Teitur hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.

Þórlindur, sem er hagfræðingur að mennt, var formaður stýrihóps sem kynnti nýja heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland á síðasta kjörtímabili en það var Þórdís Kolbrún, þáverandi ráðherra nýsköpunarmála, sem skipaði stýrihópinn. 

Þá hefur Þórlindur meðal annars starfað hjá Meniga og Landsbankanum.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar

Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×