Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 23:30 Allegra Stratton er í aðalhlutverki í myndbandinu en hún gegndi starfi talskonu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um skeið. David Cliff/NurPhoto via Getty Images) Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa að undanförnu haldið því fram að jólaveisla hafi verið í Downing-stræti 10 fyrir um 40-50 manns fyrir tæplega ári síðan, þann 18. desember 2020. Þá voru í gildi strangar sóttvarnareglur í London þar sem bannað var að halda veislur, svo hefta mætti útbreiðslu Covid-19. Sérstaklega var tekið fram í ráðleggingum stjórnvalda að jólaveislur væru ekki í boði. Johnson ekki sakaður um að hafa verið í veislunni Johnson sjálfur er ekki sakaður um að hafa verið í veislunni, en hann hefur engu að síður verið harðlega gagnrýndur fyrir hina meintu veislu, sem ráðuneyti hans þvertekur reyndar fyrir að hafi verið haldin, þvert á heimildir breskra fjölmiðla Búast má við að gagnrýni á Johnson muni aukast til muna eftir að ITV birti umrætt myndband. Myndbandið er tekið upp þann 22. desember 2020, aðeins fjórum dögum eftir að hin meinta veisla á að hafa verið haldin. Er það tekið upp þegar ráðgjafar Johnson hjálpa til við að undirbúa Aleggra Stratton, þáverandi talsmann Johnson, undir spurninga frá blaðamönnum. Grínast og hlæja yfir vangaveltum um hvað þau eigi að segja Í myndbandinu má heyra Ed Oldfield, háttsettan ráðgjafa Johnson, undirbúa Stratton undir spurningar um fregnir af samfélagsmiðlum um að jólaveisla hafi verið haldin í Downing-stræti tíu, nærri ári áður en fregnir af veislunnni brutust út. Spyr hann Stratton hvort hann kannist við fregnir af veislunni. „Ég fór heim,“ segir Stratton hlæjandi áður en hún stillir sig af til þess að svara almennilega. Spyr hún þá samstarfsfélaga sína hvert svarið við spurningunni sé. Oldfield spyr þá hvort að Johnson myndi líða það að svona veisla hafi verið haldin. „Þetta var ekki veisla, það var boðið upp á vín og osta,“ heyrist annar ráðgjafi svara. „Er vín og ostar ekki í lagi? Þetta var viðskiptafundur,“ segir Stratton og sjá má ráðgjafana hlæja að svarinu. Stratton horfir þá í myndavélinu og segir hlæjandi að það sé verið að taka æfinguna upp. „Þessi meinta veisla var viðskiptafundur og viðstaddir virtu ekki fjarlægðartakmörk,“ heyrist hún enn fremur segja hlæjandi. jálfur hefur Johnson sagt að hann sé fullviss um að öllum reglum hafi verið fylgt á meðan forsætisráðuneytið hefur sagt að engin veisla hafi verið haldin. 'I am satisfied myself that the guidelines were followed at all times'@BorisJohnson responds to new claims in The Times about an alleged Covid-rule-breaking party in Downing Street last Christmashttps://t.co/yyZ1W7FdLW pic.twitter.com/nH2bPAzKvZ— ITV News Politics (@ITVNewsPolitics) December 7, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira