Í febrúar á þessu ári lenti Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, í skelfilegu bílslysi. Hann margbraut á sér hægri fótinn og var talið að ferli hans sem kylfings væri lokið.
Fyrir ekki svo löngu bárust fregnir af því að Woods væri farinn að slá á nýjan leik. Kylfingurinn setti þá inn myndband á samfélagsmiðla af sjálfum sér vera að slá nokkra bolta á golfvelli.
Fjölmiðlar ytra hafa nú greint frá að Tiger og Charlie Woods muni taka þátt í PNC-meistaramótinu en þar keppa feður og synir saman.
„Ég er að spila sem faðir og gæti ekki verið stoltari né spenntari,“ sagði Woods um endurkomu sína.
Tiger Woods is back
— The Athletic (@TheAthletic) December 8, 2021
Woods announced that he will compete in next week's PNC Championship with his son, Charlie.
The announcement comes 288 days after Woods was involved in a single-car accident that caused multiple fractures to his right leg. pic.twitter.com/d1euLEGmuT