Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:30 Christen Harper, kærasta Jared Goff, var svo innilega ánægð fyrir hönd síns manns eftir fyrsta sigurinn og fólkið á Sports Illustrated tók viðbrögð hennar upp. Skjámynd/Sports Illustrated Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar. Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska Sjá meira