Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2021 15:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir unnið að því að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar. Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira