Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2021 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, með Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni þegar tveir af bestu leikmönnum sögunnar kvöddu íslenska landsliðið. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes. Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes.
Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira