Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2021 12:30 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, með Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni þegar tveir af bestu leikmönnum sögunnar kvöddu íslenska landsliðið. Vísir/Bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes. Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason íþróttamálaráðherra, Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Pallborðið hjá Henry Birgi Gunnarssyni á Vísi og ræddu framtíðarhorfur varðandi þjóðarleikvang fyrir íslensk landslið. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið lengi í forystustarfi í körfuboltanum og hefur því heyrt margar ræðurnar frá stjórnmálamönnum sem eru jafnan allir að vilja gerðir. Veit að hann er áhugamaður um íþróttir Henry Birgir Gunnarsson spurði Hannes út í það hvernig þessi ræða frá Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eins og starfsheiti hans hljómar á vef stjórnarráðsins. „Það sem hefur gerst á undanförnum árum að pólitíkusarnir eru allir að vilja gerðir og gefa okkur öll þessi fallegu orð og þessu fallegu svör sem koma eins og Ásmundur er að gera núna,“ sagði Hannes S. Jónsson. „Málið er það að ég hef trú á Ásmundi núna af því að ég veit að hann er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég veit að honum langar að koma mörgu af þessu í gegn og hann hefur sýnt það og sannað að hann er maður sem kemur ýmsu í verk,“ sagði Hannes. Það má heyra orð hans hér fyrir neðan. Klippa: Hannes hefur ofurtrú á Ásmundi en vill að hann sé titlaður rétt Hefur ofurtrú á Ásmundi „Þess vegna hef ég ofurtrú á því, af því að hann situr hérna með okkur og segir þetta, að hann ætli að standa við þetta. Það er ekki nóg að það sé bara Ásmundur því öll ríkisstjórnin þarf að vera tilbúin í þetta,“ sagði Hannes. „Það er vandamálið. Þetta hefur alltaf verið sá ráðherra sem er með íþróttamálin. Mér finnst ríkisstjórnin núna, sem var verið að mynda, hún fór í ýmsar breytingar varðandi nöfn á ráðuneytum. Ég sakna þess að eins öflugasta og stærsta fjöldahreyfing landsins eigi ekki beint ráðherra að nafninu til vegna þess í dag heitir þetta mennta- og barnamálaráðherra. Menning og listir eru komið annað sem og ýmislegt annað eins og vísindi og háskólar,“ sagði Hannes. Sýnir hvernig þeir líta á íþróttahreyfinguna „Af hverju höfum við ekki meiri virðingu fyrir íþróttum en að ríkisstjórnin skíri þetta mennta-, barna- og íþróttamálaráðuneyti. Mér finnst það svolítið sýna hvernig stjórnmálamennirnir líta á íþróttahreyfinguna sem sjálfsagðan hlut í þessu samfélagi og að við séum alltaf til hliðar,“ sagði Hannes. „Núna er ekkert til lengur sem heitir orð. Þess vegna tek ég heilshugar undir það sem Ásmundur sagði. Það er nóg komið af nefndum. Nú þurfum við að setja fjármagn í þetta. Í dag er ekki ein króna tengd þjóðarleikvöngum í fjárhagsáætlun ríkisins fyrir næsta ár. Ég hef þá trú að Ásmundur og þá ríkisstjórnin reyni að koma því í gagnið að við fáum peninga til að byrja að vinna þetta. Þetta mun ekki vinnast á loftinu einu saman,“ sagði Hannes.
Fótbolti Körfubolti Pallborðið KSÍ Handbolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira