Halldór var sjö sinnum í byrjunarliði Víkings í Pepsi Max-deildinni í sumar, þegar liðið varð Íslandsmeistari, og lék alls ellefu deildarleiki auk þess að spila einn bikarleik fyrir bikarmeistarana.
Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur alls leikið 26 leiki í efstu deild en hann hefur einnig leikið með Gróttu, ÍR og Fram í næstefstu deild, og með Aftureldingu og Hetti í 2. deild. Meistaraflokksferilinn hóf hann með Fram árið 2016.
Halldór kom fyrst til Víkings í ársbyrjun 2018 en hefur farið að láni til ÍR og Gróttu.