Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 17:13 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segist vongóður að réttlætið sigri að lokum. Vísir/Egill Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“ WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Á meðan niðurstaða dómstólsins var lesin upp söfnuðust stuðningsmenn Julian Assange saman fyrir utan. Áfrýjunardómstóllinn sneri við úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar hafði verið hafnað. Assange er því kominn einu skrefi nær því að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna ásakana um njósnir. „Hún kemur nú ekki sérstaklega mikið á óvart þessi niðurstaða því miður en þetta er hræðileg niðurstaða og hálf nöturlegt að þetta skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Sama dag og tveir blaðamenn eru að taka við nóbelsverðlaunum, friðarverðlaunum Nóbels í Osló, sama dag og ráðstefnu Bandaríkjanna lýkur þar sem þeir eru að hampa sér fyrir það að vera forysturíki fyrir lýðræði í heiminum, þá skuli þessi niðurstaða koma þar sem er verið að senda málið aftur í hérað. Það verður því að sjálfsögðu mætt með nýrri áfrýjun þannig að þetta er alls ekki búið,“ segir Kristinn. Assange hefur nú setið í fangelsi í á þriðja ár en áður en fangelsisvist hans hófst hafði hann verið lokaður inni í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í sjö ár. „Hann er búinn að vera í einangrunarvist langmestan part af þeim tíma sem hann hefur verið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og það er í sjálfu sér mannréttindabrot að hann skuli hafa verið þar núna í tvö ár og þrjá mánuði að bíða niðurstöðu og algjörlega ótækt og því verður náttúrulega að linna.“ Kristinn segist vongóður um að réttlætið sigri að lokum. „Þetta endar með réttlæti það hlýtur að gera það. Því að ef þetta heldur áfram að hann sé framseldur til Bandaríkjanna þá er það þvílíkt áfall fyrir blaðamennsku í heiminum það sem að allir eru í dag orðnir sammála um alveg sama hvaða mannréttindasamtök þú heyrir í. Ég sé nú að Amnesty International og Blaðamenn án landamæra hafa fordæmt þessa niðurstöðu. Þarna er verið að gera blaðamennsku að glæp og það er ótækt fyrir heiminn í dag.“
WikiLeaks Mannréttindi Mál Julians Assange Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Handtóku einn af heimildarmönnum Steele-skýrslunnar um Trump Alríkislögregumenn handtóku í dag greinanda sem safnaði gögnum sem notuð voru í að skrifa umdeilda skýrslu um möguleg tengsl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við yfirvöld í Rússlandi. 4. nóvember 2021 16:00