Lakers aftur á sigurbraut, Durant hafði betur gegn Trae og Sólirnar skinu skært í Boston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 09:31 Trae Young og Kevin Durant skoruðu báðir 31 stig í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Það var nóg um að vera að venju í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar alls fóru fram níu leikir. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut, Kevin Durant hafði getur gegn Trae Young er Brooklyn Nets lagði Atlanta Hawks og þá vann Phoenix Suns stórsigur á Boston Celtics. Lakers var án Anthony Davis vegna eymsla í hné. Það kom ekki að sök þar sem Oklahoma City Thunder er með slakari liðum deildarinnar í ár. Að því sögðu kom einn af átta sigurleikjum OKC á leiktíðinni gegn Lakers þann 5. nóvember svo LeBron James og félagar gátu ekki leyft sér að vera kæruleysir í leik næturinnar. Leikurinn var hins vegar aldrei spennandi, Lakers var með 14 stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og 19 stiga forystu í hálfleik. Munurinn var svo kominn upp í 21 stig er leiktíminn rann út, lokatölur 116-95 Lakers í vil. LeBron skoraði 33 stig og var stigahæstur hjá Lakers. Þá gaf hann sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þar á eftir kom Avery Bradley með 22 stig. Hjá OKC var Tre Mann stigahæstur með 19 stig. 33 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK @KingJames propels the @Lakers to the big W! pic.twitter.com/hBhzFEyHdn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Brooklyn Nets vann átta stiga sigur á Atlanta Hawks, lokatölur þar 113-105. Leikurinn var mjög jafn framan af en Atlanta gat vart skorað körfu til að bjarga lífi sínu í fjórða leikhluta. Liðið skoraði aðeins 14 stig gegn 24 hjá Nets og því fór sem fór. Kevin Durant var stigahæstur í liði Nets með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka fimm fráköst. James Harden kom þar á eftir með 20 stig, 11 stoðsendingar og fimm fráköst. Hjá Hawks var Trae Young einnig með 31 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. John Collins kom þar á eftir með 20 stig. Trae x KD @TheTraeYoung and @KDTrey5 both drop 31 PTS in the @ATLHawks and @BrooklynNets matchup! pic.twitter.com/CLYaeNEUAn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Leikmenn Phoenix Suns mættu til Boston fullt sjálfstrausts enda aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Skipti engu máli þó Devin Booker, stórstjarna liðsins, væri ekki með. Leikar voru nokkuð jafnir í fyrsta leikhluta en í öðrum sýndu Sólirnar frá Phoenix mátt sinn og megin. Gestirnir skoruðu þá 32 stig gegn aðeins 15 hjá Boston og lagði það grunninn að sigri liðsins, lokatölur 111-90 Suns í vil. Alls skoruðu sjö leikmenn Suns 10 stig eða meira. Stigahæstur var þó JaVale McGee með 21 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Cameron Payne með 17 stig á meðan Jae Crowder og Cameron Johnson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 24 stig. Í öðrum leikjum var það helst að Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í 123-114 sigri meistara Milwaukee Bucks á Houston Rockets. 41 PTS, 17 REB, 5 AST @Giannis_An34 delivers a monster performance to power the @Bucks to the win! pic.twitter.com/ttNTnKebaj— NBA (@NBA) December 11, 2021 Gary Trent Junior skorði 24 stig þegar Toronto Raptors unnu nauman sigur á New York Knicks, lokatölur 90-87. Þá dugðu 27 stig Luka Dončić skammt er Dallas Mavericks tapaði gegn Indiana Pacers, lokatölur 106-93 Pacers í vil. Staðan í deildinni er þannig að í Austurdeildinni eru Nets á toppnum með 18 sigra og 8 töp. Chicago Bulls koma þar á eftir með 17 sigra og níu töp. Meistararnir í Bucks eru svo í 3. sæti með 17 sigra og 10 töp. Í Vestrinu eru Golden State Warriors og Suns á toppnum með 21 sigur og fjögur töp. Utah Jazz koma þar á eftir með 18 sigra og sjö töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Lakers var án Anthony Davis vegna eymsla í hné. Það kom ekki að sök þar sem Oklahoma City Thunder er með slakari liðum deildarinnar í ár. Að því sögðu kom einn af átta sigurleikjum OKC á leiktíðinni gegn Lakers þann 5. nóvember svo LeBron James og félagar gátu ekki leyft sér að vera kæruleysir í leik næturinnar. Leikurinn var hins vegar aldrei spennandi, Lakers var með 14 stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og 19 stiga forystu í hálfleik. Munurinn var svo kominn upp í 21 stig er leiktíminn rann út, lokatölur 116-95 Lakers í vil. LeBron skoraði 33 stig og var stigahæstur hjá Lakers. Þá gaf hann sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þar á eftir kom Avery Bradley með 22 stig. Hjá OKC var Tre Mann stigahæstur með 19 stig. 33 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK @KingJames propels the @Lakers to the big W! pic.twitter.com/hBhzFEyHdn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Brooklyn Nets vann átta stiga sigur á Atlanta Hawks, lokatölur þar 113-105. Leikurinn var mjög jafn framan af en Atlanta gat vart skorað körfu til að bjarga lífi sínu í fjórða leikhluta. Liðið skoraði aðeins 14 stig gegn 24 hjá Nets og því fór sem fór. Kevin Durant var stigahæstur í liði Nets með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka fimm fráköst. James Harden kom þar á eftir með 20 stig, 11 stoðsendingar og fimm fráköst. Hjá Hawks var Trae Young einnig með 31 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. John Collins kom þar á eftir með 20 stig. Trae x KD @TheTraeYoung and @KDTrey5 both drop 31 PTS in the @ATLHawks and @BrooklynNets matchup! pic.twitter.com/CLYaeNEUAn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Leikmenn Phoenix Suns mættu til Boston fullt sjálfstrausts enda aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Skipti engu máli þó Devin Booker, stórstjarna liðsins, væri ekki með. Leikar voru nokkuð jafnir í fyrsta leikhluta en í öðrum sýndu Sólirnar frá Phoenix mátt sinn og megin. Gestirnir skoruðu þá 32 stig gegn aðeins 15 hjá Boston og lagði það grunninn að sigri liðsins, lokatölur 111-90 Suns í vil. Alls skoruðu sjö leikmenn Suns 10 stig eða meira. Stigahæstur var þó JaVale McGee með 21 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Cameron Payne með 17 stig á meðan Jae Crowder og Cameron Johnson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 24 stig. Í öðrum leikjum var það helst að Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í 123-114 sigri meistara Milwaukee Bucks á Houston Rockets. 41 PTS, 17 REB, 5 AST @Giannis_An34 delivers a monster performance to power the @Bucks to the win! pic.twitter.com/ttNTnKebaj— NBA (@NBA) December 11, 2021 Gary Trent Junior skorði 24 stig þegar Toronto Raptors unnu nauman sigur á New York Knicks, lokatölur 90-87. Þá dugðu 27 stig Luka Dončić skammt er Dallas Mavericks tapaði gegn Indiana Pacers, lokatölur 106-93 Pacers í vil. Staðan í deildinni er þannig að í Austurdeildinni eru Nets á toppnum með 18 sigra og 8 töp. Chicago Bulls koma þar á eftir með 17 sigra og níu töp. Meistararnir í Bucks eru svo í 3. sæti með 17 sigra og 10 töp. Í Vestrinu eru Golden State Warriors og Suns á toppnum með 21 sigur og fjögur töp. Utah Jazz koma þar á eftir með 18 sigra og sjö töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira