Óttast einangrun á aðfangadag Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 20:47 Ágústa er á meðal þeirra sem greindist með Covid-19 í gær, og á á hættu að enda í einangrun á aðfangadag. Það er þó aðeins ef hún er ekki orðin einkennalaus eftir tíu daga. Aðsend Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05