Óttast einangrun á aðfangadag Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 20:47 Ágústa er á meðal þeirra sem greindist með Covid-19 í gær, og á á hættu að enda í einangrun á aðfangadag. Það er þó aðeins ef hún er ekki orðin einkennalaus eftir tíu daga. Aðsend Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú. Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ágústa Björg Kettler Kristjánsdóttir kennaranemi greindist með Covid-19 í gær, 10. desember. Hún er töluvert veik þrátt fyrir bólusetningu og ef einkennin dragast á langinn kann að bíða hennar einangrun í fullri lengd. Sú einangrun myndi þá standa út aðfangadag. „Þetta er mjög vond tilfinninga á þessum tíma ársins, aðallega vegna þess að ég er sjálf í lokaskilum í háskólanum og kærastinn minn í lokaprófum. Öll fjölskylda mín er í einangrun, öll móðurfjölskyldan, allir veikir,“ segir Ágústa í samtali við fréttastofu. Þar sem foreldrar Ágústu eru einnig í einangrun fær hún að fara til þeirra og vera með þeim. Hún verður því ekki alveg ein í einangrun á jólunum í versta falli, en ljóst er að hún verður mögulega ekki með kærasta sínum til tíu ára á aðfangadag. Hún segist þó þrátt fyrir allt heppin, enda ung og bólusett, og aðrir í töluvert verri stöðu. „Ég er mikið jólabarn og ég elska að fara í bæjarrölt, fengið mér glögg og boðið vinum yfir og svona. Mér finnst mjög erfið tilfinning að vita að ég get ekki gert það og ég verð kannski ekki laus fyrr en á aðfangadag,“ segir Ágústa. Ágústa segir fólk að vega það vel og meta hvort ástæða sé til að fara á stóra viðburði í aðdraganda jóla. „Ég myndi algerlega vega og meta það ef þú vilt ekki eyða aðfangadegi og jólunum í einangrun,“ segir Ágústa. Jól í farsóttarhúsi Um 180 eru í einangrun í fjórum farsóttarhúsum landsins og þeir hafa aldrei verið fleiri. Hærra hlutfall smitaðra leitar á farsóttarhúsin en venjulega í kringum hátíðarnar. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/Egill „Flestir munu sleppa, þetta eru 10 dagar, en það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera lengur en það. Það er hætta á því að fólk sem er að sýkjast þessa dagana þurfi að eyða jólunum annaðhvort í einangrun heima hjá sér eða hjá okkur. En það er ekki alslæmt, ég var nú á aðfangadag í fyrra og þetta var bara mjög hátíðlegt og flott sko,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00 145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. 11. desember 2021 14:00
145 greindust innanlands í gær Alls greindust 148 einstaklingar með kórónuveiruna í gær og þar af voru þrír sem greindust á landamærunum. 11. desember 2021 11:05
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent