Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:02 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni. Mynd/Skjáskot „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik