Samkvæmt dagbók lögreglu fyrir gærkvöld og nóttina var brotaþoli árasarinnar töluvert slasaður og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið hafi verið afgreitt með aðkomu Barnaverndar og foreldra.
Í Hafnarfirði var maður handtekinn fyrir líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangaklefa og brotaþoli fluttur á slysadeild.
Þá var maður einnig handtekinn í Breiðholti vegna líkamsárásar og honum komið fyrir í fangaklefa.
Mikið um fíkniefnaakstur
Í umdæmi lögreglustöðvar eitt voru þrír ökumenn stöðvaðir sem reyndust undir áhrifum fíkniefna, þar af einn ölvaður líka.
Í Garðabæ var ökumaður stöðvaður vegna fíkniefnaaksturs en hann reyndist einnig sviptur ökuréttindum.
Í Kópavogi fundust fíkniefni í fórum ökumanns sem var undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna.