Hitinn frá Miami fór illa með Nautin og Stríðsmennirnir lágu í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 09:46 Joel Embiid gerði það sem þurfti til að stöðva Stephen Curry í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Golden State Warriors og Chicago Bulls töpuðu bæði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en alls fóru sex leikir fram. Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira