Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 10:40 Menntaskólinn við Sund braut lög þegar það réð í stöðu kennara við skólann. Vísir/Vilhelm Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent