Árlegar skattahækkanir Starri Reynisson skrifar 12. desember 2021 16:00 Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Áfengi og tóbak Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er árlegur viðburður, yfirleitt um svipað leyti og landsmenn byrja að stilla upp aðventukrönsum og hengja jólaseríur út í glugga, að Sjálfstæðisflokkurinn leggur til skattahækkanir. Ekki hvaða skattahækkanir sem er heldur, ó nei, svo aldeilis ekki. Suma skatta, eins og til dæmis veiðigjöld, er flokkurinn raunar meira en viljugur til að lækka. Þetta er þó þrálátt mynstur, alltaf sömu skattar sem eru hækkaðir og sömu skattar lækkaðir. Þrálátasti fastinn er þó án efa hækkun áfengisgjaldsins. Þessi árlega skattahækkun á alla jafna við takmörkuð rök að styðjast. Það er þó öllu erfiðara að átta sig á henni síðustu tvö árin. Þegar barir og veitingastaðir berjast í bökkum vegna sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar, þá ákveður hún að sé rétt að hækka skatta á starfsemi þeirra enn frekar. Á þessum tímapunkti liggur við að heiðarlegast væri fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna opinberlega það markmið sitt að keyra veitingabransann og skemmtanalífið í þrot. Samt heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að tala um sig sem flokk atvinnulífsins, og flokk skattalækkana. Þá skýtur líka ávallt skökku við þegar Sjálfstæðisflokkurinn og hans sjálfskipuðu talsmenn frelsis í íslenskum stjórnmálum leggja til hækkanir á sköttum sem eru eingöngu til þess ætlaðir að hafa áhrif á neyslu fólks. Sköttum sem eru fyrst og fremst lagðir á í þeim tilgangi að reyna að hafa vit fyrir fólki, en ekki til tekjuöflunar fyrir ríkið. Raunar er hrifning Sjálfstæðisflokksins af bæði áfengis- og tóbaksgjaldi slík að það er mesta furða og harkalegt stílbrot að flokkurinn skuli vera andsnúinn sykurskatti. Ef skattlagning á áfengi væri í einhverjum takti við nágrannalönd okkar væri verðið á því töluvert lægra, þar sem lungað úr áfengisverði á Íslandi er þessi skattlagning. Samkvæmt rökum Sjálfstæðisflokksins, og annara þeirra sem tala fyrir tilvist áfengisgjaldsins og reglulegri hækkun þess, liggur þó í augum uppi að við yrðum öll fyllibyttur ef fólk fengi að versla sér bjór og vín á eðlilegu verði, sambærilegu því sem við þekkjum erlendis. Guð forði okkur frá því.En til þess er leikurinn einmitt gerður. Til að guð forði okkur frá því. Því ekki skila skattahækkanirnar sér í auknu fjármagni til meðferðarúrræða. Heldur betur ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er samt alltaf tilbúinn að hækka framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar, og einhvern veginn þarf að nýta peninginn sem fæst úr síhækkandi áfengisgjaldi. Höfundur er almennur borgari
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun