Þetta staðfestir Bjarney Björnsdóttir leikskólastýra í samtali við fréttastofu. Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við bæjaryfirvöld í Ölfusi og sé í samræmi við tilmæli frá rakningateyminu.
Hafnarfréttir greindu fyrst frá lokuninni. Einstaklingarnir, sem eru á sömu deild leikskólans, greindust í gær og í fyrradag. Hafa öll börn og starfsfólk á þeirri deild verið send í sóttkví.