Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 17:26 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kíktí á bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag en aukinn kraftur hefur verið settur í örvunarbólusetningar í Bretlandi vegna útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21