Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Snorri Másson skrifar 14. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22