Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 14:09 Þrír dagar eru til stefnu fyrir ríkið til að gera athugasemdir við söluna á Mílu. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“ Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“
Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira