Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 20:39 Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa notað efni úr kvikmyndinni Óróa í fleiri ár án leyfis. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“ Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“
Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent