Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 14:23 Veikleikinn er einn sá alvarlegasti sem hefur fundist á seinustu árum. Getty Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir. Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir.
Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07