Fótbolti

Milos sagður á leið í viðræður við Rauðu stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Milojevic kemur til greina sem þjálfari eins stærsta liðs Austur-Evrópu.
Milos Milojevic kemur til greina sem þjálfari eins stærsta liðs Austur-Evrópu. getty/Milos Vujinovic

Milos Milojevic, sem var sagt upp sem þjálfara Hammarby í Svíþjóð á mánudaginn, er á leið í viðræður við serbneska stórliðið Rauðu stjörnuna.

Sænska síðan FotbollDirekt greinir frá þessu. Í frétt hennar segir að Milos sé á leið til Belgrad í viðræður við Rauðu stjörnuna á næstunni. Dejan Stankovic, þjálfari liðsins, hefur verið sterklega orðaður við félagslið á Ítalíu og því gæti staðan hjá þessu fornfræga liði losnað fyrr en seinna.

Milos þekkir vel til hjá Rauðu stjörnunni en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á árunum 2019-21.

Milos var rekinn frá Hammarby eftir að hann fór til Þrándheims í viðræður við Rosenborg án leyfis félagsins.

Hér á landi þjálfari Milos Víking og Breiðablik. Hann var einnig þjálfari sænska liðsins Mjällby um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×