Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 21:27 Eyþór og Hildur munu að líkindum mætast í prófkjöri um leiðtogasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu. Sama fyrirkomulag var fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er. Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, gerir þetta að tillögu sinni í kvöld og mbl.is greinir frá. Notast var við sama fyrirkomulag í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018 þar sem efnt var til prófkjörs um hver myndi leiða lista flokksins í borginni. Þá sóttust Eyþór, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Viðar Guðjohnsen eftir leiðtogasætinu. Það verður svo í höndum fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins að samþykkja fyrirkomulagið. Verði það samþykkt af ráðinu verður kjörnefnd skipuð til að raða í önnur sæti á listanum, sem er sama fyrirkomulag og var haft í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ekkert þeirra sem sóttist eftir leiðtogasætinu árið 2018 og fékk það ekki var skipað á framboðslistann. Furðar sig á niðurstöðu fundarins Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé undrandi á niðurstöðu Varðar. „Ég undrast þessa niðurstöðu fundarins, ekki síst eftir kraftmikil prófkjör síðasta vors. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks verður hins vegar kallað saman á nýju ári og tillögur um fyrirkomulag prófkjörs borið undir atkvæði,“ segir Hildur. Hún skorar á Sjálfstæðismenn að greiða atkvæði með almennu prófkjöri, ekki bara leiðtogaprófkjöri. „Það er styrkur okkar Sjálfstæðismanna, langt umfram aðra flokka, að geta blásið til prófkjörs, hvar þúsundir flokksmanna koma saman til að velja fólk á lista. Prófkjörin hafa jafnframt sýnt hve mikil eftirspurn er eftir því að starfa með Sjálfstæðisflokknum,“ segir Hildur. „Við erum stór og við eigum að haga okkur eftir því. Slagkraftinn úr prófkjörinu eigum við svo að nýta inní kraftmiklar kosningar. Það er löngu tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn komist til áhrifa í borginni.“ Sér fram á málefnalega leiðtogabaráttu Eyþór segir í samtali við fréttastofu að hann líti komandi prófkjör björtum augum og hlakki til vorsins. „Það liggur fyrir að verði prófkjör og þetta er þá með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum. Þá var líka leiðtogaprófkjör og fimm sem kepptust um að leiða listann. Það leiðtogaprófkjör fékk góða athygli og ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn er að fá góða athygli núþegar út á þessi mál og ég get trúað því að það verði þá hægt að ræða málefni og stefnu flokksins, ekki bara frambjóðendur þegar kastljósið er á efsta sætinu,“ segir Eyþór. „Ég á von á því að baráttan verði málefnaleg. Við höfum unnið saman í borgarstjórnarhópnum í þrjú ár rúm og erum búin að vinna saman í fjögur ár og þekkjumst vel. Þannig að ég held að baráttan verði málefnaleg, það er það sem þarf, að við ræðum málefnin og stefnuna. Það er það sem kjósendur vilja.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira