Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir breytingar í Stjórnarráðinu ekki þjóna hagsmunum almennings. Vísir/Friðrik Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10