BBC segir frá því að um mikil tímamót sé að ræða, en A380 verður áfram í notkun en alls er óvíst um framtíð vélanna.
Emirates hyggst þó áfram nota A380 en fjöldi annarra flugfélaga hættu að nota A380 vélarnar í heimsfaraldrinum og er þegar búið að leggja nokkrum þeirra.
A380 er stærsta farþegaþotan sem er í notkun, en vélin flytur alla jafna 545 farþega. Samkvæmt teikningum getur hún þó flutt allt að 853 farþega.
Farþegarými vélarinnar er á tveimur hæðum. Vélin er með fjóra hreyfla og áttatíu metra vænghaf. Hámarksþyngd við flugtak er 560 tonn.
Fyrsta A380 vélin var tekin í notkun í áætlunarflugi árið 2007, en alls hafa verið smíðaðar 251 vél.