Ómar Ingi og Rut handknattleiksfólk ársins Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 13:16 Rut Jónsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa átt stórkostlegt handboltaár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og Getty Íslands- og bikarmeistarinn Rut Jónsdóttir, og markakóngur Þýskalands, Ómar Ingi Magnússon, eru handknattleiksfólk ársins 2021. HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar. Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
HSÍ tilkynnti í dag um valið á handknattleiksfólki ársins. Ljóst er að samkeppnin var mikil karlamegin þar sem Evrópumeistarinn Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, bikarmeistari í Þýskalandi, náðu ekki á toppinn. Ómar Ingi vann Evrópudeildina með Magdeburg, sem og HM félagsliða, endaði sem markakóngur Þýskalands og er meðal markahæstu manna á yfirstandandi leiktíð þar sem Magdeburg er á toppi þýsku deildarinnar. Rut átti risastóran þátt í því að KA/Þór varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. Hún er landsliðsfyrirliði og var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hér að neðan má sjá rökstuðning HSÍ fyrir valinu: Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handknattleiksmaður ársins er Ómar Ingi Magnússon, 24 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi vann bæði EHF European League og IHF Super Globe með Magdeburg á árinu en auk þess lenti liðið í 3. sæti í þýsku deildinni. Hann skoraði 274 mörk í deildarkeppninni í Þýskalandi og endaði sem markakóngur þýsku deildarinnar. Þegar þetta er skrifað er Magdeburg í efsta sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili hvort sem er heimafyrir eða í Evrópukeppni. Ómar kemur úr sterku yngri flokka starfi á Selfossi og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur. Þar lék hann með bæði Århus håndbold og Ålborg håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með Magdeburg sumarið 2020. Ómar hefur leikið 56 landsleiki og skorað í þeim 150 mörk. Það má segja að handknattleiksferill Ómars hafi sprungið út eftir að hann flutti sig um set til Þýskalands og hefur framganga hans vakið mikla athygli úti í heimi, Selfyssingurinn er því vel kominn að titlinum handknattleiksmaður ársins. Handknattleikskona ársins 2021 er Rut Arnfjörð Jónsdóttir, 31 árs hægri skytta KA/Þórs og fyrirliði A landsliðs kvenna. Rut var bæði Íslands- og deildarmeistari með KA/Þór á árinu en það voru fyrstu stóru titlar KA/Þórs frá stofnun félagsins. Hún skoraði 87 mörk í 14 leikjum fyrir félagið og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum. Rut lék með yngri flokkum og meistaraflokki HK áður en hún hélt í atvinnumennsku til Danmerkur aðeins 18 ára gömul. Í Danmörku lék hún með Team Tvis Holstebro, Randers HK, FCM Håndbold og Team Esbjerg áður en hún kom aftur heim sumarið 2020 og hefur síðan leikið með KA/Þór. Rut varð danskur meistari með Esbjerg 2019 og Evrópumeistari (EHF-cup) með Holstebro 2013. Rut hefur leikið 104 landsleiki og skoraði í þeim 215 mörk, auk þess hefur hún verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.
Handbolti Þýski handboltinn Olís-deild kvenna Fréttir ársins 2021 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira