Hallardrottningin mætir til leiks á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2021 10:00 Fallon Sherrock er gríðarlega vinsæl. getty/Jordan Mansfield Fallon Sherrock, sem sló svo eftirminnilega í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti 2020, mætir aftur á fjalir Alexandra hallarinnar í London í kvöld. Þá mætir hún reynsluboltanum Steve Beaton. Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Fáir vissu hver Sherrock var fyrir HM 2020 en nafn hennar var á allra vörum eftir mótið. Í 1. umferðinni mætti hún Ted Evetts og sigraði hann, 3-2. Hún varð þar með fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílukasti. „Fallon Sherrock mölbrýtur glerþakið,“ hrópari lýsari Sky Sports þegar hún tryggði sér sigurinn á Evetts. ONE YEAR AGO TODAY!Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy! What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020 Sherrock var ekki hætt og í 2. umferðinni vann hún hinn reynslumikla Mensur Suljovic, 3-1. Sigurinn vakti gríðarlega athygli enda var Suljovic í 11. sæti heimslistans fyrir mótið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cEqoqIr0DVE">watch on YouTube</a> Framganga Sherrocks vakti mikla athygli og flestir, ef ekki allir, áhorfendur í Alexandra höllinni voru á hennar bandi. Og það var ekki að furða að hún fékk viðurnefnið „Queen of the Palace“, eða hallardrottningin. Í 3. umferðinni reyndist Chris Dobey of sterkur fyrir Sherrock og vann hana, 4-2, en hún var samt heldur betur búin að koma sér á kortið. Sherrock mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrra en mætir aftur til leiks á stóra sviðið í ár. Hún hefur leikið vel að undanförnu og komst meðal annars í úrslit á Nordic Darts Masters og varð þar með fyrsta konan til að komast í úrslit í sjónvarpskeppni í pílukasti. Sherrock sýndi svo frábæra takta á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði þar sem hún komst alla leið í átta manna úrslit. Og hún tryggði sér farseðilinn þangað með því að vinna áðurnefndan Suljovic örugglega. Í átta manna úrslitunum tapaði Sherrock fyrir Peter Wright, heimsmeistaranum frá 2020. Deflated, pleased, tired, sad, happy, thrilled, disappointed, ecstatic, so many emotions and memories. I can hold my head high I know that now. Well done to @snakebitewright you played awesome and all the best tomorrow. Thankyou to everyone and I mean everyone, you are amazing pic.twitter.com/HtT8OhFaOq— Fallon Sherrock (@Fsherrock) November 20, 2021 Hinn 57 ára Beaton er á sínu 31. heimsmeistaramóti sem er met. Hann varð heimsmeistari BDO-samtakanna 1996 og var um tíma í efsta sæti heimslistans. En hann hefur ekki komist á síðustu heimsmeistaramótum og í fyrra féll hann út í 1. umferð fyrir Portúgalanum, Diogo Portela, án þess að vinna sett. Ef Sherrock sigrar Beaton og svo Kim Huybrechts í 2. umferð mætir hún væntanlega heimsmeistaranum Gerwyn Price í 3. umferðinni. Viðureign Sherrocks og Beatons hefst klukkan 21:00 í kvöld. Sýnt er beint frá öllum leikjum heimsmeistaramótsins á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira