Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði. Nýlega var tilkynnt að Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs, muni hætta hjá samtökunum snemma á næsta ári. Konráð efur starfað sem hagfræðingur ráðsins frá ársbyrjun 2018.
Elís Arna er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskola Íslands og hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá Viðskiptaráði en áður var hún hagfræðingur hjá hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands. Þá sinnti hún sumarstörfum fyrir SL lífeyrissjóð og Arion banka auk dæmatíma- og aðstoðarkennslu við HÍ.
Gunnar er sömuleiðis með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Undanfarið ár hefur hann unnið hjá RR ráðgjöf auk þes að sinna stundakennslu við HÍ. Þá hefur hann einnig starfað hjá Samkeppniseftirlitinu.