Ekkert á Ísteka og MAST að treysta – Annar alvarlegur skuggi á blóðmerahaldi Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. desember 2021 15:01 Vegna laga um dýravernd og dýravelferð fer almennt blóðmerahald ekki fram í öðrum evrópskum löndum, enda sæta fylfullar eða mjólkandi hryssur þar víðast sérstakri vernd, vegna þess viðkvæma líkamlega og andlega ástands, sem þær eru í. Skv. matvælastofnun Þýzkalands, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, er það t.a.m. bannað, að framkvæma blóðtöku á hryssu, sem er fylfull eða nýbúin að kasta folandi og er enn mjólkandi. Hvað þá, ef hún er bæði nýbúin að kasta og er strax orðin fylfull aftur - hvorttveggja skilyrðin til banns eru til staðar - eins og gerist í blóðmerahaldi hér. Blóðtaka er þá auðvitað stranglega bönnuð. Auk þess setur þýzk matvælastofnun önnur skilyrði, eins og það, að hryssur séu minnst 3ja ára, ekki undir 400 kg að þyngd, og, að ekki sé tekið oftar blóð en á 30 daga fresti. Ísteka hefur stundað blóðtöku af fylfullum og mjólkandi hryssum í 20 ár. Með 7 daga millibili, 8 sinnum á 2ja mánaða skeiði, með fulltingi MAST og ráðherra. Félagið hefur lagt áherzlu á það, að öll þeirra starfsemi væri dýravæn, misþyrmingar og ofbeldi við dýrin kæmu alls ekki til, og fullyrðir Ísteka á vefsíðu sinni þetta: „...það eru vandfundin húsdýr sem hafa það betra en blóðgefandi hryssur“. Fyrirsögn á heimasíðunni Ísteka hljóðar svona: „Fimm mínútna blóðgjöf“. MAST hefur hins vegar staðfest, að blóðtakan taki jafnan 15 mínútur, eftir að búið er að reyra meri kyrfilega fasta á blóðtökubás, negla hana þar, sem tekur svo sinn tíma. Því miður er MAST heldur ekki með sín blóðmeramál á hreinu. Í bréfaskiptum okkar við MAST, í febrúar í fyrra, áttu þessi orðaskipti sér stað: Jarðarvinir: „Í Suður Ameríku eru þær (merarnar) oft knúðar inn í básana með raflosti, beittum prikum, járnstöngum, spörkum eða höggum. Gerist það líka hér? Svar MAST: „Nei. Því fer fjarri að „augljóslega þurfi að beita hryssurnar ofbeldi“. Á öðrum stað fara þessi orðaskipti fram: Jarðarvinir: „Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtökuaðferðum“. Svar MAST: „Blóðtökustaðan er þannig útfærð, að hryssurnar renna alla jafna átakalaust inn í blóðtökubása...“. Ekki stenzt þessi lýsing, eins og myndbönd dýraverndunar-samtakanna sýna. Hví skyldi MAST halda verndarhendi yfir þeirri óiðju, sem blóðmerahaldið er, í stað þess að verja dýrin og velferð þeirra, eins og þeim ber skv. lögum? Er einhver með skýringu á þessari meðvirkni, þessum verkefna- og ábyrgðarruglingi MAST? Hví ver stofnunin blóðmerahaldið og þá sem að því standa, og vanrækir um leið lögbundnar skyldur sínar gagnvart dýrunum? Eins og margoft hefur komið fram, eru blóðmerarnar flestar ótamdar, hálf- eða alvilltar, og eru þær í útigangi allt árið. Á haustin eru flestar þeirra þannig settar út á „Guð og gaddinn“, en umönnun bænda og fóðurgjöf er misjöfn, stundum lítil eða engin, þeim bændum, sem að standa, til háborinnar skammar. Í desember 2019 fórust 93 hryssur ásamt folöldum sínum, einar og yfirgefnar á víðivangi, í fárviðri, sem þá gekk yfir Húnavatnssýslur og Skagafjörð, sennilega allt blóðmerar; króknuðu til dauða! Bændurnir, sem áttu dýrin og báru ábyrgð á þeim, gengu svo um grenjandi og létu, eins og þeir hefðu ekkert getað að gert, til að verja og vernda dýrin, eins og þeim bar. Blóðmerahaldið hefur því ekki bara eina skuggahlið, heldur alla vega tvær. Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. Desember sl. eru svo fréttir undir fyrirsögnunum „Kostar tugi milljóna“ og „Ísteka herðir eftirlitið“. Þar er fjallað um skrif Ísteka til blaðsins, þar sem fullyrt er, að fyrirtækið ætli að ráðast í kostnaðarsamar og víðfeðmar umbætur á eftirliti með blóðtöku hryssa. Eins er greint frá því, að Ísteka hafi rift samningi við 2 bændur, sem á að sýna, að hér sé alvara á ferð. Varla er þó hægt að taka þetta alvarlega, þar sem bændurnir, sem stunduðu blóðmerahald sl. sumar, voru 119 talsins. Dýraverndunarsamtökin þýzku og svissnesku, sem að rannsókn blóðmerahaldsins hér stóðu, hafa lagt áherzlu á, að þessi illa meðferð hryssanna, við að koma þeim í blóðtökubás og tappa af þeim 5 lítrum af blóði, sé almenna reglan, ekki undantekningin! Riftun Ísteka á samningum við 2 af 119 bændum, er því hreint yfirklór. Kjarni málsins er auðvitað sá, að Ísteka og MAST hafa þótzt hafa góða stjórn á þessu blóðmerahaldi undanfarin 10- 20 ár, en það hefur greinilega alls ekki tekizt - framkvæmdin hjá Ísteka og eftirlitið hjá MAST -, og er engin ástæða til að ætla, að það takist frekar nú, hvað sem öllum fréttatilkynningum og yfirlýsingum líður, enda er vandinn sá, að blóðmerarnar eru ótamin, villt dýr í útigangi, og eftir því sem meira og harðar er gengið að þeim, þau meira og lengur kvalin, þeim mun styggari og fælnari verða þau. Höfundur er stofnanndi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Vegna laga um dýravernd og dýravelferð fer almennt blóðmerahald ekki fram í öðrum evrópskum löndum, enda sæta fylfullar eða mjólkandi hryssur þar víðast sérstakri vernd, vegna þess viðkvæma líkamlega og andlega ástands, sem þær eru í. Skv. matvælastofnun Þýzkalands, Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit, er það t.a.m. bannað, að framkvæma blóðtöku á hryssu, sem er fylfull eða nýbúin að kasta folandi og er enn mjólkandi. Hvað þá, ef hún er bæði nýbúin að kasta og er strax orðin fylfull aftur - hvorttveggja skilyrðin til banns eru til staðar - eins og gerist í blóðmerahaldi hér. Blóðtaka er þá auðvitað stranglega bönnuð. Auk þess setur þýzk matvælastofnun önnur skilyrði, eins og það, að hryssur séu minnst 3ja ára, ekki undir 400 kg að þyngd, og, að ekki sé tekið oftar blóð en á 30 daga fresti. Ísteka hefur stundað blóðtöku af fylfullum og mjólkandi hryssum í 20 ár. Með 7 daga millibili, 8 sinnum á 2ja mánaða skeiði, með fulltingi MAST og ráðherra. Félagið hefur lagt áherzlu á það, að öll þeirra starfsemi væri dýravæn, misþyrmingar og ofbeldi við dýrin kæmu alls ekki til, og fullyrðir Ísteka á vefsíðu sinni þetta: „...það eru vandfundin húsdýr sem hafa það betra en blóðgefandi hryssur“. Fyrirsögn á heimasíðunni Ísteka hljóðar svona: „Fimm mínútna blóðgjöf“. MAST hefur hins vegar staðfest, að blóðtakan taki jafnan 15 mínútur, eftir að búið er að reyra meri kyrfilega fasta á blóðtökubás, negla hana þar, sem tekur svo sinn tíma. Því miður er MAST heldur ekki með sín blóðmeramál á hreinu. Í bréfaskiptum okkar við MAST, í febrúar í fyrra, áttu þessi orðaskipti sér stað: Jarðarvinir: „Í Suður Ameríku eru þær (merarnar) oft knúðar inn í básana með raflosti, beittum prikum, járnstöngum, spörkum eða höggum. Gerist það líka hér? Svar MAST: „Nei. Því fer fjarri að „augljóslega þurfi að beita hryssurnar ofbeldi“. Á öðrum stað fara þessi orðaskipti fram: Jarðarvinir: „Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtökuaðferðum“. Svar MAST: „Blóðtökustaðan er þannig útfærð, að hryssurnar renna alla jafna átakalaust inn í blóðtökubása...“. Ekki stenzt þessi lýsing, eins og myndbönd dýraverndunar-samtakanna sýna. Hví skyldi MAST halda verndarhendi yfir þeirri óiðju, sem blóðmerahaldið er, í stað þess að verja dýrin og velferð þeirra, eins og þeim ber skv. lögum? Er einhver með skýringu á þessari meðvirkni, þessum verkefna- og ábyrgðarruglingi MAST? Hví ver stofnunin blóðmerahaldið og þá sem að því standa, og vanrækir um leið lögbundnar skyldur sínar gagnvart dýrunum? Eins og margoft hefur komið fram, eru blóðmerarnar flestar ótamdar, hálf- eða alvilltar, og eru þær í útigangi allt árið. Á haustin eru flestar þeirra þannig settar út á „Guð og gaddinn“, en umönnun bænda og fóðurgjöf er misjöfn, stundum lítil eða engin, þeim bændum, sem að standa, til háborinnar skammar. Í desember 2019 fórust 93 hryssur ásamt folöldum sínum, einar og yfirgefnar á víðivangi, í fárviðri, sem þá gekk yfir Húnavatnssýslur og Skagafjörð, sennilega allt blóðmerar; króknuðu til dauða! Bændurnir, sem áttu dýrin og báru ábyrgð á þeim, gengu svo um grenjandi og létu, eins og þeir hefðu ekkert getað að gert, til að verja og vernda dýrin, eins og þeim bar. Blóðmerahaldið hefur því ekki bara eina skuggahlið, heldur alla vega tvær. Í Morgunblaðinu mánudaginn 13. Desember sl. eru svo fréttir undir fyrirsögnunum „Kostar tugi milljóna“ og „Ísteka herðir eftirlitið“. Þar er fjallað um skrif Ísteka til blaðsins, þar sem fullyrt er, að fyrirtækið ætli að ráðast í kostnaðarsamar og víðfeðmar umbætur á eftirliti með blóðtöku hryssa. Eins er greint frá því, að Ísteka hafi rift samningi við 2 bændur, sem á að sýna, að hér sé alvara á ferð. Varla er þó hægt að taka þetta alvarlega, þar sem bændurnir, sem stunduðu blóðmerahald sl. sumar, voru 119 talsins. Dýraverndunarsamtökin þýzku og svissnesku, sem að rannsókn blóðmerahaldsins hér stóðu, hafa lagt áherzlu á, að þessi illa meðferð hryssanna, við að koma þeim í blóðtökubás og tappa af þeim 5 lítrum af blóði, sé almenna reglan, ekki undantekningin! Riftun Ísteka á samningum við 2 af 119 bændum, er því hreint yfirklór. Kjarni málsins er auðvitað sá, að Ísteka og MAST hafa þótzt hafa góða stjórn á þessu blóðmerahaldi undanfarin 10- 20 ár, en það hefur greinilega alls ekki tekizt - framkvæmdin hjá Ísteka og eftirlitið hjá MAST -, og er engin ástæða til að ætla, að það takist frekar nú, hvað sem öllum fréttatilkynningum og yfirlýsingum líður, enda er vandinn sá, að blóðmerarnar eru ótamin, villt dýr í útigangi, og eftir því sem meira og harðar er gengið að þeim, þau meira og lengur kvalin, þeim mun styggari og fælnari verða þau. Höfundur er stofnanndi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun