Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 11:41 Kenny Sanford skoðar rústir íbúðar tengdamóður sinnar eftir óveðrið síðustu helgi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Mark Humphrey Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá. Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Að minnsta kosti 72 létu lífið þegar fleiri en 40 fellibylir fóru yfir Kentucky og þá létust 20 til viðbótar í nágrannaríkjum. Meðal þeirra sem komust heilir á húfi undan óveðrinu var Clara Lutz, sem greindi fréttastöðinni WFIE-TV frá því að hún hefði komið barnabörnum sínum, Kaden 15 mánaða og Dallas 3 mánaða, fyrir í baðkari með teppi, kodda og biblíu. Skömmu síðar fór hús hennar í Hopkins-sýslu að hristast. „Það næsta sem ég vissi var að baðkarið tókst á loft og ég missti tak á því. Ég gat ekki haldið í það... ég bara... Guð minn góður,“ sagði Lutz. Lutz fékk vatnstank baðkarsins í höfuðið þegar fellibylurinn hrifsaði húsið af grunninum. Hún sagðist hafa leitað alls staðar í brakinu að barnabörnunum. „Allt sem ég gat gert var að segja: Guð, færðu mér börnin aftur heil á húfi. Gerðu það, ég bið þig.“ Hún fann að lokum baðkarið á hvolfi í garðinum og börnin lifandi undir því. Dallas var með kúlu á höfðinu og var flutt á sjúkrahús með heilablæðingu en blæðingin stoppaði áður en Lutz kom á spítalann. Amman sagði foreldra barnanna búa í norðurhluta sýslunnar og að húsið þeirra hefði næstum alveg sloppið undan óveðrinu. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58 Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46 „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Vonir kvikna um að fjöldi látinna sé helmingi lægri en óttast var Vonir hafa kviknað í Kentucky um að tala látinna í hvirfilbyljunum sem gengu yfir ríkið á föstudag sé lægri en í fyrstu var talið. 13. desember 2021 06:58
Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. 12. desember 2021 19:46
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55