Fótbolti

Dagný mætir meisturunum og María mætir toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham mæta ríkjandi deildarbikarmeisturum Chelsea í átta liða úrslitum Conti Cup.
Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham mæta ríkjandi deildarbikarmeisturum Chelsea í átta liða úrslitum Conti Cup. Getty/Warren Little

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham United mæta ríkjandi meisturum Chelsea í átta liða úrslitum Conti Cup, deildarbikars kvenna á Englandi, en dregið var í dag.

Þá fara María Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í heimsókn til Lundúna þar sem að topplið ensku deildarinnar, Arsenal, bíður þeirra.

Að lokum tekur Tottenham á móti B-deildarliði Liverpool og Bristol City heimsækir Manchester City, Leicester eða Charlton, en það fer allt eftir því hvernig frestaður leikur Manchester City og Leicester endar.

Vinni Manchester City þann leik eru þær öruggar í átta liða úrslit gegn Bristol með bestan árangur í öðru sæti riðlakeppninnar, en mistakist þeim að vinna þarf að fara í ýmsar reikningsreglur til að skera úr um hvort það verður Leicester eða Charlton sem fer áfram.

Átta liða úrslitin verða leikin 19. og 20. janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×