Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2021 09:31 Kári Árnason fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Víkingsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Íslensk knattspyrna 2021 er komin út og þar er meðal annars stórt viðtal við Kára Árnason. Hann ræðir þar meðal annars samskipti sín og Sölva við hina fjölmörgu ungu leikmenn liðsins. „Þegar við sáum að við yrðum í toppbaráttu sögðum við Sölvi: Við klárum þetta. Við drögum þá á eyrunum í gegnum þetta. Mótiverum alla. Við höfðum líka lært aðeins betur hvernig ætti að mótivera strákana. Hætta að skammast í þeim fyrir nýliðamistök og átta okkur á að þeir voru bara 19-20 ára gamlir,“ sagði Kári Árnason í viðtalinu við Víði Sigurðsson. „Það er ótrúlegt hvað þeir voru tilbúnir að hlusta á okkur. Ég talaði mikið um leikstjórnun, Sölvi reyndi að rífa menn áfram og halda þeim við efnið. Ég held að þetta hafi hjálpað og þeir hafi séð að við ættum séns. Núna eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna!,“ sagði Kári. „Þessi árangur verður aldrei nokkurn tíma tekinn af okkur. Nú segi ég við yngri strákana: Ég vona að þið eigið allir frábæran feril, farið út ef þið viljið og við munum hjálpa ykkur eins mikið og við getum. Þeir eru orðnir Víkingar til lífstíðar. Ég er sem yfirmaður knattspyrnumála tilbúinn að hjálpa þeim með sinn feril og taka réttar ákvarðanir, ef þeir kæra sig um þá hjálp. Nú hafa þeir unnið stóru titlana með Víkingi og þeir geta komið í Víking þegar þeir snúa aftur heim,“ sagði Kári í þessu litla broti úr viðtalinu. Það má síðan finna allt viðtalið í Íslensk knattspyrna sem var 41. bókin í bókaflokknum og sú fertugasta sem Víðir skrifar sjálfur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira