Jól

Jólakveðjum rignir yfir Má

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Már Gunnarsson er kominn í jólaskap.
Már Gunnarsson er kominn í jólaskap. Facebook

Sundmaðurinn söngelski Már Gunnarsson hefur átt ótrúlega gott ár. Hann keppti á Ólympíumóti fatlaða í Tókýó, setti heimsmet í Laugardalnum og gaf út lagið Vindurinn vor með Ivu Marín Adrichem.

Fyrr í þessum mánuði var Már svo einn þriggja sem hlaut titilinn íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. 

Már á afhendingu Íþróttasambands fatlaðra þann 9. desember. Vísir/Vilhelm

Hann vildi gefa til baka og mun á aðfangadag gleðja nokkra af aðdáendum sínum. Hann sagði frá þessu í fallegri jólafærslu á Facebook þar sem hann er með jólahúfu fyrir framan skreytt jólatré. 

„Mig langar að þakka fyrir veittan stuðning á árinu og gefa 7 fylgendum mínum jólagjöf. Til að eiga kost á að fá pakka þarf bara að senda mér fallega jólakveðju hér í comments, einkaskilaboðum eða bréfpósti“

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 200 sent sundkappanum jólakveðju undir færslunni. 


Tengdar fréttir

EM-hópur Íslands í Búdapest

Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun

Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá.








×