Innlent

Forseti Alþingis smitaður af Covid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jólin eru í uppnámi hjá Birgi eins og fleiri hundruð manns sem greinst hafa undanfarna daga.
Jólin eru í uppnámi hjá Birgi eins og fleiri hundruð manns sem greinst hafa undanfarna daga. vísir/Vilhelm

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er smitaður af Covid-19. Hann er enn einn þingmaðurinn sem greinist með veiruna undanfarna daga.

Um helgina var greint frá því að allir fimm þingmenn Viðreisnar – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson hafi greinst með kórónuveiruna. Auk þeirra er Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og fjórir starfsmenn þingsins komnir í einangrun.

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, bættist í hópinn í gær og Birgir Ármannsson í dag. 

Birgir segist í samtali við Vísi hafa fengið niðurstöðuna um þrjúleytið í dag. Hann sé með væg einkenni, flensueinkenni og hita, en að öðru leyti hress. 

Birgir var við störf á Alþingi í gærmorgun þegar nokkur fjöldi varaþingmanna sór drengskapareið.


Tengdar fréttir

Óli Björn greindist með Covid-19

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum.

Erfiðara að sitja í ein­angrun en að setja sig inn í fjár­lögin

Vara­þing­menn Við­reisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjár­laga­frum­varpið um helgina til að geta tekið þátt í um­ræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þing­menn Við­reisnar hafa greinst með kórónu­veiruna. Það er ein­stakt í sögunni að svo stór þing­flokkur sé al­farið skipaður vara­mönnum vegna veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×