Fjör í fjárhúsum landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2021 20:05 Fengitími stendur nú sem hæst í fjárhúsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikið líf og fjör í fjárhúsum landsins á þessum tíma árs því nú stendur fengitíminn yfir. Passað er vel upp á að velja bestu hrútana á ærnar þannig að það komi falleg og vel gerð lömb í heiminn næsta vor. Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Fengitíminn er anna tími hjá hrútum landsins því þá er þeim hleypt til ánna þegar þær eru að ganga. Margir bændur hafa Hrútaskrána til hliðsjónar þegar þeir ákveða hvaða hrút eða hrúta þeir ætla að nota á meðan aðrir nota bestu heimahrútana. Á bænum Oddgeirshólum í Hraungerðishreppnum hinum forna er Magnús Guðmundsson, bóndi búin að hleypa til en hann er með um 300 ær og 70 gemlinga. „Já, ég er með flotta og fína hrúta, meðal annars verðlaunahrút í Hraungerðishreppi en styttan, sem ég fékk fyrir hann er búin til af Ríkharði Jónssyni 1943 en hún er búin að vera verðlaunagripur hér í sveitinni síðan þá,“ segir Magnús En hvernig sér hann þegar ærnar eru að ganga? „Þær gefa sig af hrútnum og dingla dindlinum, þá eru þær að ganga. Hrútarnir eru mjög snöggir með sitt hlutverk en þeir hafa oft margar kindur á dag og eru því þreyttir þegar að kvölda kemur,“ bætir Magnús við. Verðlaunahrútur að störfum í fjárhúsinu á Oddgeirhsólum. Útkoman verður falleg lömb vorið 2022 ef allt hefur heppnast vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með gott bókhald og skráir allt niður hvaða kind fær hvaða hrút og svo framvegis enda sé það mikilvægt vegna ræktunarstarfsins. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, já, það er það, þetta er skemmtilegasta búgreinin,“ segir Magnús brosandi. Magnús segir að fengitíminn taki um þrjár vikur og hann verði því að vera sérstaklega vel vakandi yfir fénu þann tíma svo allt gangi upp. Ef allt gengur upp reiknar hann með að sex til sjö hundruð lömb komi í heiminn á bænum næsta vor. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira