Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2021 11:00 Óttast er að jólafrí í Suður-Afríku muni leiða til frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Nardus Engelbrecht Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. Síðasta fimmtudag greindust nærri því 27 þúsund manns smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku en í gær hafði talan lækkan í 15.424. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar eru tölur yfir fjölda nýsmitaðra mjög svo ónákvæmur mælikvarði á umfang faraldurs en lækkunin þykir þó vera vísbending um að ómíkron-afbrigðið sé að gefa hratt eftir. Sérfræðingar heimsins fylgjast grannt með ástandinu í Suður-Afríku svo læra megi einhverjar lexíur af faraldrinum þar. Sjá einnig: Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Háskólanum í Witwatersrand sagði í samtali við AP að útlit sé fyrir að hátindi ómíkron-bylgjunnar hafi verið náð. Bylgjan hefði verið stutt og góðu fréttirnar væru þær að hún hefði ekki reynst mjög alvarleg varðandi innlagnir og dauðsföll „Það er ekki óalgengt í faraldursfræði að eftir skarpa uppsveiflu, eins og við sáum í nóvember, sé niðursveiflan einnig hröð,“ sagði Marta Nunes. Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum Það eru þó enn merki um að ómíkron-afbrigðið sé í mikilli dreifingu í Suður-Afríku. Tíðni jákvæðra prófa hefur verið um 29 prósent, eftir að hafa verið einungis tvö prósent í byrjun nóvember. Þá séu jólafrí byrjuð og fólk ferðist mikið um landið. Það er talið er geta valdið mikilli útbreiðslu í Suður-Afríku. Því segja aðrir sérfræðingar sem AP ræddi við að of snemmt sé að segja til um að tindinum hafi verið náð og leiðin liggi bara niður á við. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
Síðasta fimmtudag greindust nærri því 27 þúsund manns smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku en í gær hafði talan lækkan í 15.424. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar eru tölur yfir fjölda nýsmitaðra mjög svo ónákvæmur mælikvarði á umfang faraldurs en lækkunin þykir þó vera vísbending um að ómíkron-afbrigðið sé að gefa hratt eftir. Sérfræðingar heimsins fylgjast grannt með ástandinu í Suður-Afríku svo læra megi einhverjar lexíur af faraldrinum þar. Sjá einnig: Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Háskólanum í Witwatersrand sagði í samtali við AP að útlit sé fyrir að hátindi ómíkron-bylgjunnar hafi verið náð. Bylgjan hefði verið stutt og góðu fréttirnar væru þær að hún hefði ekki reynst mjög alvarleg varðandi innlagnir og dauðsföll „Það er ekki óalgengt í faraldursfræði að eftir skarpa uppsveiflu, eins og við sáum í nóvember, sé niðursveiflan einnig hröð,“ sagði Marta Nunes. Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum Það eru þó enn merki um að ómíkron-afbrigðið sé í mikilli dreifingu í Suður-Afríku. Tíðni jákvæðra prófa hefur verið um 29 prósent, eftir að hafa verið einungis tvö prósent í byrjun nóvember. Þá séu jólafrí byrjuð og fólk ferðist mikið um landið. Það er talið er geta valdið mikilli útbreiðslu í Suður-Afríku. Því segja aðrir sérfræðingar sem AP ræddi við að of snemmt sé að segja til um að tindinum hafi verið náð og leiðin liggi bara niður á við.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40