Fólk getur skort hugrekki til að framkvæma almennilegt hraðpróf Snorri Másson skrifar 22. desember 2021 22:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alvarlegt ef hraðpróf eru ekki rétt framkvæmd. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta geti verið bundið við þann sem er að taka prófið. Það þarf ákveðið hugrekki til að setja pinnann alveg inn í nefkokið og það getur vel verið að sumir veigri sér við það. En ég vona ekki samt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57