Hvernig íslenska appið Smitten rústaði Tinder á árinu Smitten 27. desember 2021 11:41 Teymið á bak við Smitten stefnumótaappið. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten á árinu. Íslenska stefnumóta-appið Smitten hefur ekki farið fram hjá mörgum einhleypum Íslendingum en um 50.000 Íslendingar hafa sótt appið á síðastliðnu ári og hafa notendur sammælst um það að Smitten sé margfalt skemmtilegra en Tinder. En hvernig hefur lítið hugbúnaðarteymi frá Íslandi fellt risann, á undanförnum mánuðum? Smitten hefur tekið saman tölfræði ársins um íslenska notendur sína, sem vægast sagt er áhugavert að skoða, í ljósi þess að fjöldi einhleypra Íslendinga er ekki nema tæplega 109.000. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten, eða 6.000 skilaboð á degi hverjum Íslendingar mynduðu 500.000 tengsl (e. matches) Íslendingar skoðuðu 44 milljónir prófíla Þegar mest lét, skoðuðu Íslendingar 320.000 prófíla á dag Samanlagt eyddu Íslendingar 37 árum inni á Smitten Ótrúlegar ástarsögur En það er ekki bara gríðarleg virkni á appinu, heldur eru ótrúlegar sögur til af fólki sem kynntist maka sínum á árinu með hjálp Smitten, líkt og Bjarki Kjartansson, einn forritara Smitten rifjar upp: „Við heyrum sögur af fólki sem kynntist á Smitten, nánast daglega! Eitt skemmtilegasta dæmi sem ég man eftir átti sér stað snemma árs. Við fengum vinkonu okkar og áhrifavaldinn Katrínu Eddu til þess að segja fylgjendum sínum frá Smitten. Hún fékk leyfi hjá vinkonu sinni til að auglýsa prófílinn hennar á Smitten og biðja karlkyns fylgjendur sína að líka við hana. Það þurfti ekki meira til en fáeinum vikum seinna var hún og einn fylgjenda Katrínar búin að finna ástina og eru nú flutt inn saman.“ Magnús Ólafsson, tæknistjóri Smitten hefur enn undarlegri sögu að segja af pari sem kynntist, þó Atlantshafið skildi á milli þeirra: „Við höfðum verið í viðræðum um samstarf við markaðs-ráðgjafarstofu í Hollandi, sem er í eigu íslenskrar konu. Vegna þess að hún var staðsett í Hollandi, ákváðum við að flytja aðganginn hennar í miðbæ Reykjavíkur, svo að hún gæti fengið betri tilfinningu fyrir vörunni og hvernig best væri að markaðssetja hana. Það varð ekkert af samstarfinu, en nokkrum mánuðum eftir viðræðurnar okkar fengum við skilaboð frá henni um að hún væri yfir sig ástfangin og hafi kynnst stóru ástinni í lífi sínu í gegnum Smitten, þegar hún átti síst von á!“ Smitten á toppnum Smitten, hefur vermt toppsæti vinsældalistans í App Store á Íslandi í lífsstíls flokknum um margra mánaða skeið, en þar er Tinder yfirleitt í sæti 4-15. Framtíðin er vægast sagt björt hjá Smitten, en takist fyrirtækinu að endurtaka leikinn á fleiri mörkuðum er fyrirséð að Smitten geti velt Tinder úr sessi sem vinsælasta stefnumóta-app heims og jafnframt það tekjuhæsta. Hér fyrir neðan má svo sjá tölfræði um hvernig Íslendingar svöruðu ýmsum spurningum í appinu, en gögnin koma úr leiknum Guessary, þar sem notendur geta giskað á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Have you hooked up with a total stranger? (9224 svöruðu) Já: 62.98% Nei: 37.02% Do you believe in horoscopes? (8522 svöruðu) Já: 27.70% Nei: 72.30% Have you tried BDSM? (8306 svöruðu) Já: 22.16% Nei: 77.84% Do you believe in life after death? (8417 svöruðu) Já: 53.76% Nei: 46.24% Have you had sex in public? (9144 svöruðu) Já: 46.52% Nei: 53.48% Do you believe in love at first sight? (9188 svöruðu) Já: 51.26% Nei: 48.74% Do you have a sexual fantasy? (7909 svöruðu) Já: 67.56% Nei: 32.44% Do you think age matters in a relationship? (8711 svöruðu) Já: 54.52% Nei: 45.48% Have you thought about someone else during sex? (8133 svöruðu) Já: 45.28% Nei: 54.72% Are you afraid of ghosts? (9565 svöruðu) Já: 28.32% Nei: 71.68% Hægt er að fræðast meira um Smitten hér og ná í appið ókeypis á App Store og Google Play. Ástin og lífið Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Íslenska stefnumóta-appið Smitten hefur ekki farið fram hjá mörgum einhleypum Íslendingum en um 50.000 Íslendingar hafa sótt appið á síðastliðnu ári og hafa notendur sammælst um það að Smitten sé margfalt skemmtilegra en Tinder. En hvernig hefur lítið hugbúnaðarteymi frá Íslandi fellt risann, á undanförnum mánuðum? Smitten hefur tekið saman tölfræði ársins um íslenska notendur sína, sem vægast sagt er áhugavert að skoða, í ljósi þess að fjöldi einhleypra Íslendinga er ekki nema tæplega 109.000. Íslendingar sendu 2,2 milljónir skilaboða í gegnum Smitten, eða 6.000 skilaboð á degi hverjum Íslendingar mynduðu 500.000 tengsl (e. matches) Íslendingar skoðuðu 44 milljónir prófíla Þegar mest lét, skoðuðu Íslendingar 320.000 prófíla á dag Samanlagt eyddu Íslendingar 37 árum inni á Smitten Ótrúlegar ástarsögur En það er ekki bara gríðarleg virkni á appinu, heldur eru ótrúlegar sögur til af fólki sem kynntist maka sínum á árinu með hjálp Smitten, líkt og Bjarki Kjartansson, einn forritara Smitten rifjar upp: „Við heyrum sögur af fólki sem kynntist á Smitten, nánast daglega! Eitt skemmtilegasta dæmi sem ég man eftir átti sér stað snemma árs. Við fengum vinkonu okkar og áhrifavaldinn Katrínu Eddu til þess að segja fylgjendum sínum frá Smitten. Hún fékk leyfi hjá vinkonu sinni til að auglýsa prófílinn hennar á Smitten og biðja karlkyns fylgjendur sína að líka við hana. Það þurfti ekki meira til en fáeinum vikum seinna var hún og einn fylgjenda Katrínar búin að finna ástina og eru nú flutt inn saman.“ Magnús Ólafsson, tæknistjóri Smitten hefur enn undarlegri sögu að segja af pari sem kynntist, þó Atlantshafið skildi á milli þeirra: „Við höfðum verið í viðræðum um samstarf við markaðs-ráðgjafarstofu í Hollandi, sem er í eigu íslenskrar konu. Vegna þess að hún var staðsett í Hollandi, ákváðum við að flytja aðganginn hennar í miðbæ Reykjavíkur, svo að hún gæti fengið betri tilfinningu fyrir vörunni og hvernig best væri að markaðssetja hana. Það varð ekkert af samstarfinu, en nokkrum mánuðum eftir viðræðurnar okkar fengum við skilaboð frá henni um að hún væri yfir sig ástfangin og hafi kynnst stóru ástinni í lífi sínu í gegnum Smitten, þegar hún átti síst von á!“ Smitten á toppnum Smitten, hefur vermt toppsæti vinsældalistans í App Store á Íslandi í lífsstíls flokknum um margra mánaða skeið, en þar er Tinder yfirleitt í sæti 4-15. Framtíðin er vægast sagt björt hjá Smitten, en takist fyrirtækinu að endurtaka leikinn á fleiri mörkuðum er fyrirséð að Smitten geti velt Tinder úr sessi sem vinsælasta stefnumóta-app heims og jafnframt það tekjuhæsta. Hér fyrir neðan má svo sjá tölfræði um hvernig Íslendingar svöruðu ýmsum spurningum í appinu, en gögnin koma úr leiknum Guessary, þar sem notendur geta giskað á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Have you hooked up with a total stranger? (9224 svöruðu) Já: 62.98% Nei: 37.02% Do you believe in horoscopes? (8522 svöruðu) Já: 27.70% Nei: 72.30% Have you tried BDSM? (8306 svöruðu) Já: 22.16% Nei: 77.84% Do you believe in life after death? (8417 svöruðu) Já: 53.76% Nei: 46.24% Have you had sex in public? (9144 svöruðu) Já: 46.52% Nei: 53.48% Do you believe in love at first sight? (9188 svöruðu) Já: 51.26% Nei: 48.74% Do you have a sexual fantasy? (7909 svöruðu) Já: 67.56% Nei: 32.44% Do you think age matters in a relationship? (8711 svöruðu) Já: 54.52% Nei: 45.48% Have you thought about someone else during sex? (8133 svöruðu) Já: 45.28% Nei: 54.72% Are you afraid of ghosts? (9565 svöruðu) Já: 28.32% Nei: 71.68% Hægt er að fræðast meira um Smitten hér og ná í appið ókeypis á App Store og Google Play.
Ástin og lífið Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira