Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2021 20:00 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hittust fyrr á þessu ári. Fyrirhugað er að þeir fundi á ný í janúar um stöðu Úkraínu en Rússar hafa sett fram kröfur gagnvart NATO ríkjum sem áður tilheyrðu austurblokkinni sem verða að teljast óaðgengilegar. Getty/Peter Klaunzer Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. Forseti Úkraínu greindi frá því í dag að friðarsamkomulag sem gert var fyrr á árinu milli uppreisnarmanna í Donbas héraði í austurhluta Úkraínu sem studdir eru af Rússum hafi verið endurnýjað. Það gæfi von um slökun í samskiptunum við Rússa sem og samskiptum Rússa og NATO. En leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er fyrirhugaður í janúar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt sinn árlega maraþonfund með fréttamönnum í dag þar sem hann varaði NATO ríkin við því sem hann kallar útþenslustefnu í austri. „Við segjum hreint út: Það má engin frekari úrþennsla eiga sér stað á vegum NATO til austur. Hvað er það sem menn skilja ekki,“ spurði Pútín á fréttamannafundinum. Rússar hefðu ekki sett upp eldflaugar við landamærin að Bandaríkjunum eins og Bandaríkin hefðu gert í Póllandi og Rúmeníu, sem hvor tveggja eru fullvalda NATO ríki. Vladimír Pútín forseti Rússlands heldur árlega maraþon fund með fréttamönnum.AP/Alexander Zemlianichenko Pútín hefur hins vegar sent um hundrað þúsund hermenn að landamærunum að Úkraínu. Hann gagnrýnir að Bandaríkin sjái stjórnarher Úkraínu fyrir vopnum eins og eldflaugum sem geta grandað skriðdrekum og úkraínskir hermenn æfðu sig með á dögunum. Rússlandsforseti krefst þess að vestrænar NATO hersveitir verði kallaðar frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi sem eru aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Þá krefst hann þess að NATO útiloki að Úkraína fái nokkru sinni aðild að bandalaginu. Heimsmynd Pútíns byggir á tímum kalda stríðsins þegar Sovétríkin voru samveldi fjölda ríkja sem sum hver eru komin í annað hvort eða bæði Evrópusambandið og NATO. Hann lítur á gömlu austur evrópuríkin sem áhrifasvæði Rússlands og vill ráðskast með stefnu þeirra. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu vill fá skýra og tímasetta áætlun frá NATO varðandi ósk Úkraínu um að ganga í bandalagið. Pútín Rússlandsforseti má hins vegar ekki til þess hugsa að enn eitt austur Evrópuríkið gangi í NATO.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ítreakaði aftur á móti stefnu í fyrradag stjórnvalda í Úkraínu í fyrradag. „Við viljum koma friðarferlinu í Donbas aftur af stað eiins fljótt og verða má. Endurheimta Krímskaga, fá aðild að Evrópusambandinu á næstu árum og fá mjög skýra og nákvæmt tímasetta áætlun frá NATO. Og við viljum að þetta gerist árið 2022,“ segir Zelenskyy. Afar bágborið ástand er í austurhéruðum Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa barist þar með uppreisnarmönnum gegn stjórnarher Úkraínu frá árinu 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússland Úkraína NATO Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Forseti Úkraínu greindi frá því í dag að friðarsamkomulag sem gert var fyrr á árinu milli uppreisnarmanna í Donbas héraði í austurhluta Úkraínu sem studdir eru af Rússum hafi verið endurnýjað. Það gæfi von um slökun í samskiptunum við Rússa sem og samskiptum Rússa og NATO. En leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er fyrirhugaður í janúar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt sinn árlega maraþonfund með fréttamönnum í dag þar sem hann varaði NATO ríkin við því sem hann kallar útþenslustefnu í austri. „Við segjum hreint út: Það má engin frekari úrþennsla eiga sér stað á vegum NATO til austur. Hvað er það sem menn skilja ekki,“ spurði Pútín á fréttamannafundinum. Rússar hefðu ekki sett upp eldflaugar við landamærin að Bandaríkjunum eins og Bandaríkin hefðu gert í Póllandi og Rúmeníu, sem hvor tveggja eru fullvalda NATO ríki. Vladimír Pútín forseti Rússlands heldur árlega maraþon fund með fréttamönnum.AP/Alexander Zemlianichenko Pútín hefur hins vegar sent um hundrað þúsund hermenn að landamærunum að Úkraínu. Hann gagnrýnir að Bandaríkin sjái stjórnarher Úkraínu fyrir vopnum eins og eldflaugum sem geta grandað skriðdrekum og úkraínskir hermenn æfðu sig með á dögunum. Rússlandsforseti krefst þess að vestrænar NATO hersveitir verði kallaðar frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi sem eru aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Þá krefst hann þess að NATO útiloki að Úkraína fái nokkru sinni aðild að bandalaginu. Heimsmynd Pútíns byggir á tímum kalda stríðsins þegar Sovétríkin voru samveldi fjölda ríkja sem sum hver eru komin í annað hvort eða bæði Evrópusambandið og NATO. Hann lítur á gömlu austur evrópuríkin sem áhrifasvæði Rússlands og vill ráðskast með stefnu þeirra. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu vill fá skýra og tímasetta áætlun frá NATO varðandi ósk Úkraínu um að ganga í bandalagið. Pútín Rússlandsforseti má hins vegar ekki til þess hugsa að enn eitt austur Evrópuríkið gangi í NATO.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ítreakaði aftur á móti stefnu í fyrradag stjórnvalda í Úkraínu í fyrradag. „Við viljum koma friðarferlinu í Donbas aftur af stað eiins fljótt og verða má. Endurheimta Krímskaga, fá aðild að Evrópusambandinu á næstu árum og fá mjög skýra og nákvæmt tímasetta áætlun frá NATO. Og við viljum að þetta gerist árið 2022,“ segir Zelenskyy. Afar bágborið ástand er í austurhéruðum Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa barist þar með uppreisnarmönnum gegn stjórnarher Úkraínu frá árinu 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskaga.
Rússland Úkraína NATO Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29
Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. 18. desember 2021 19:40