Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 23:00 Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Kristný Þorgeirsdóttir, Berglind Egilsdóttir, Logi Árnason, Gunnar Sveinn Sigfússon, Agnes Gunnarsdóttir, Egill Orri Árnason, Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Arnór Snær Sigurðsson. Aðsend mynd Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12